Brottför og heimkoma

Jæja, þá er þessum kafla lokið.
Það var skrítið andrúmsloft í bílnum þegar við keyrðum út Krossgötuna í síðasta skipti. Sumir sorgmæddir og aðrir himinlifandi. Dagurinn var algjört kaos, allt á fullu frá því eldsnemma um morguninn og langt fram á kvöld.

Moverarnir komu fyrir 8 og byrjuðu strax að vefja öllu inn í kílómetra af bóluplasti, plastfilmu og pappír - ég hugsa með hryllingi til þess að þurfa að vefja þessu öllu til baka en þetta ætti að verja rándýru IKEA eldhússtólana mína þannig að þeir verði heilir þegar þeir lenda í Reykjavíkurhöfn í júlílok.

Við lögðum svo af stað frá Krossgötunni klukkan rúmlega 18, í 2 leigubílum og náðum inn á JFK um 19. Við vorum bara með rúmlega 20 töskur Woundering, hluti fór í handfarangur en við fengum góðfúslega að tékka inn 12 stykki. Þurftum aðeins að endurraða sökum þyngdar en þetta slapp allt ótrúlega vel. Stutt bið á vellinum, stutt flugferð heim (bara 5 tímar) og svo vorum við lent á gamla góða Íslandi Grin. Frekar þreytt og lúin en frekar kát og glöð.

Mamma Köru beið á flugvellinum og þar urðu sko fagnaðarfundir. Hennar beið líka kærastinn, hann Bjarni, og þar urðu ekki minni fagnaðarfundir Wink.

Árni afi kom og sótti okkur hin og keyrði okkur í ömmu- og afakot.

Nú erum við svona að reyna að koma okkur á rétt ról og ætlum bara að láta fara vel um okkur hérna í H29.

Knús til ykkar allra. Takk fyrir allar kveðjurnar, það er búið að vera svo gott að hafa ykkur hérna, það stytti aðeins fjarlægðina við ykkur öll að vita að þið fylgdust með ævintýrunum okkar í Ameríkunni.

Til hamingju með daginn Edda frænka og stuðningsmaður númer 1-2 Kissing. Vona að þú njótir hans í botn!

Birgitta og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim :)

gott að heyra að allt gekk vel, fékk alveg hnút í magann við að lesa færsluna. Þoli ekki margar töskur, mörg börn og flugvelli, þ.e. allt í einum pakka :)

frétti af ykkur Rebekku í Nóatúni í gær, væri alveg til í að hitta ykkur í kaffi!

njótið dekursins í hraunbænum

kv. anna og co.

Anna frænka (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:56

2 identicon

Humm... og er þá bara bæ hérna?

Marta (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:48

3 identicon

Er maður bara gleymdur?  Ekkert blogg?  Engar fréttir?  Erum við Marta þá bara atvinnulausir commentarar?

Edda (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband