Hulduheimsókn

Mikið hef ég gott af því að fá heimsóknir hingað, ég uppgötva alltaf eitthvað nýtt þegar ég er að þvæalst um með gestina mína Smile.

Hulda vinkona fór heim í gærkvöldi, frekar vel klyfjuð.

cp2Við byrjuðum heimsóknina á stórborginni, tókum lestina á Manhattan og þvældumst í búðum. Fórum á Canal Street í Kínahverfinu í smá töskuleiðangur. Höfðum nefnilega heyrt að þar væri hægt að kaupa mjöööög ódýrar merkjatöskur - sumar ekta og aðrar mjög óekta Wink. Eitthvað var nú slappt stuðið þarna á götunni, svona miðað við mína fyrri reynslu og sögurnar sem við höfðum heyrt, en okkur tókst nú samt að láta bjóða okkur "baksviðs" til að skóða "varninginn". Okkur var nú hætt að lítast á blikuna þegar við vorum komnar inn í lyftu með svona frekar skuggalegu fólki og ekki jókst comfort levelinn þegar við þurftum að ganga þrönga ranghala til að komast á áfangastað. Enduðum í herbergi með Gucci, Luis Vuitton, Coach og fleirum góðum félögum hangandi uppum alla veggi og í hrúgum á gólfinu. Eftir að hafa gramsað þarna í smá tíma komumst við að því að okkur fannst þetta bara ekkert smart og fórum - töskulausar (nema auðvitað ennþá með okkar eigin handtöskur).
Það gekk aðeins betur í leynilegu bakherbergi í annarri búð, fjárfestum báðar í ekta feik töskum þar og vorum þokkalega ánægðar með árangurinn.

Við létum þennan dag duga í Manhattan og eyddum hinum dögunum hérna í hverfinu. Þræddum margar búðir og Hulda kenndi mér að stundum getur verið sniðugt að gramsa smá Kissing.

ErfittÉg verslaði reyndar mest á prinsessuna mína yngri, en það var líka alveg kominn tími á það. Hérna sjáið þið hana í nýja Puma-gallanum sínum að kenna Huldu á Ripstik - það gekk bara vel miðað við aldur og fyrri störf Tounge.

Mikið er alltaf tómlegt þegar við kveðjum þá sem hafa verið í heimsókn, væri helst til í að hafa ykkur öll hérna í kjallaranum eða eystri álmunni, eða jafnvel þeirri syðri (nei segi nú bara svona).

VerandarsýnÍ dag var fyrsti sumardagurinn (sko í hitastigi). Hitinn fór upp í 26° og eitthvað hafa hinir foreldrarnir verið betur undir það búnir en ég því flestir krakkarnir voru í stuttbuxum og sandölum í skólanum hennar Evu Drafnar, hún sjálf fór í nýja jakkanum, síðbuxum og með húfu í töskunni - ég þarf að fylgjast betur með veðurfréttunum það er alveg ljóst!

Við fjölskyldan bíðum spennt eftir að fá Árnann okkar heim á morgun, vonandi alsælan með ævintýri vikunnar.
Læt vita hvernig gekk hjá honum síðar.

Knús og kram í öll kot,
Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji, samt svo týpískt íslenskt - alltaf með húfuna í töskunni, svona til öryggis ef það skyldi fara að snjóa, eða rigna, eða hvessa....

Marta (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 07:59

2 identicon

Já Birgitta það margborgar sig að fá kennslu í gramsi ,þú verður að taka Mörtu í gramskennslu þegar hún kemur!!

Hulda (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:28

3 identicon

Sko, maður getur verið mjög óþolinmóður þegar maður er í próflestri.  Ég veit að ÁR er kominn heim og er alsæll (njósnaði um það á msn).  Get ég fengið details?  Please?

Edda (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband