Natures Classroom og frænkuheimsókn

Árni Reynir er kominn heim úr ævintýraferðinni í Natures Classroom.
Hann sagði að fyrstu nóttina hefði hann verið með pínu heimþrá en þegar hann vaknaði daginn eftir var hann alveg "do I have a home somewhere else?" Wink - það var semsagt rosalega gaman og margt brallað.

Njóta útsýnisÞau fóru í 5 klukkutíma göngu upp á fjall, þaðan sem var æðislegt útsýni yfir allt nágrennið.
Þau gátu valið sér ýmsa skemmtilega tíma til að fara í á daginn, Árni Reynir valdi t.d. Back to basics, Tearific, Piff, pamm, poom og fleiri. Reynið að geta hvað var gert í þessum tímum Sideways.
Þau sviðsettu Underground railroad - þegar verið var að bjarga svörtum þrælum á 19. öld. Árni sagði að hann hefði orðið ansi hræddur þá, þetta var gert - næstum of - raunverulegt með því að fullorðna fólkið voru þrælahaldararnir og börnin þrælarnir. Þrælahaldararnir voru með svipur og allan pakkann og skv. lýsingum ansi höst við litlu englabörnin.

Það sem setti litla mömmuhjartað samt alveg í keng var að hann svaf á gólfinu allan tímann! Þau voru víst svo mörg að einhverjir sváfu á gólfinu og Árni var svo hógvær að hann var ekkert að gera vesen yfir því og fattaði því ekki að auðvitað voru til dýnur. Hann gerði nú samt lítið úr þessu, en viðurkenndi að það var ósköp gott að komast í bólið sitt.

Eitt þótti mér algjör snilld. Þegar svona mörg (held þau hafi verið hátt í 200 börnin) börn borða saman mat á hverjum degi í risastóru mötuneyti vil verða svo að miklu er leift. Starfsfólkið er því með keppni milli skóla um hverjir ná að leifa minnstu eftir hverja máltíð. Öllum matarleifunum er safnað saman í einn dall/tunnu og svo vigtað. Börnin skrá svo niður hversu mikið þau leifa eftir hverja máltíð. Eftir fyrstu máltíðina voru ca 7.5 kíló í dallinum Woundering! Þessar elskur tóku þessu svo alvarlega að þau urðu fyrsti skólinn sem náði þessu niður í 0 Wink!
Nú er Árni Reynir mjög meðvitaður um að fá sér ekki meira á diskinn en hann ætlar að borða sem er bara snilld.

Það eru örfáar myndir í Apríl albúminu, myndir sem hann tók sjálfur í ferðinni.

heimsókn4Við fengum svo æðislega heimsókn í dag. Hérna bönkuðu uppá Valva föðursystir og Gunni frændi, mikið var ofsalega gaman að sjá þau. Þau fengu auðvitað "The grand tour" um húsið og voru alveg sammála okkur með að hjónaherbergi eiga ekkert að vera svona stór Tounge.
Það var þvílík blíða hérna í dag, fór upp í 27°, svo við gátum verið úti á palli að spjalla og njóta samverunnar.
Þau buðu okkur svo í lunch áður en þau héldu áfram flakkinu um austurströnd Bandaríkjanna.
Takk fyrir komuna elsku frænka og frændi Kissing.

Svo eru bara rólegheit framundan, alla vega fram á fimmtudag þegar ég rýk með börnin út á flugvöll og við höldum til Íslands! Undri ætlar að fara degi fyrr svo hann nái að taka nokkur heljarstökk og armbeygjur áður en við komum.
Hlakka til að hitta þau ykkar sem ég næ að hitta Wink - vonandi sem flest!

Knús,
Krossgötubúar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, hvað þetta hefur verið gaman.  Ég væri alveg til í að fara í svona búðir.  Ég er nú samt ansi viss um að ég hefði fengið heimþrá ef ég hefði þurft að sofa á gólfinu í viku.  Það hefði ekki þurft meira til.  Hann er hetja hann frændi minn, það er alveg á hreinu.

Gaman að Valva og Gunni skyldu kíkja við! Það hefur verið óvænt ánægja.

Takk fyrir mig

Edda (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 06:59

2 identicon

Hehe, var greinilega ekki alveg vöknuð þarna kl. 6:59!  Til hamingju með afmælið elsku frænka! Vona að þú eigir góðan dag og njótir hans vel.

Edda (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 07:19

3 identicon

Til hamingju með afmælið

vona að þú hafir átt góðan dag!

Alltaf jafn gaman að lesa hvað þið eruð að bralla, er bara ótrúlega léleg í að kommenta, en fylgist alltaf með

kv. Anna Barbara og co.

Anna Barbara frænka (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband