Moving up

Á föstudaginn síðasta var Moving Up Ceremony í Concord Road Elementary School.
Það er ekki beint útskrift heldur svona 'uppfærsla' því þá færast krakkarnir í fjórða bekk upp í Middle School.

Þetta var samt ekkert minna maus en alvöru útskrift - get ekki ímyndað mér að útskriftir úr Háskólanum séu neitt minna mál, enda eiga þær ekkert að vera það.
Það var auðvitað byrjað á fánahyllingunni, ég fattaði ekkert af hverju ég fékk hornauga frá fólkinu í kringum mig fyrr en ég kveikti á því að það voru ALLIR með hönd yfir hjarta að þylja - enginn að smella myndum eins og ég Halo. Svo sungu börnin ýmiss lög með 'America' í textanum og allir fengu tár í augun - svona eins og ég hefði fengið ef þau hefðu verið að syngja 'Ísland er land þitt' eða eitthvað álíka - en ég var merkilega þurrhvarma.
Alveg þangað til Mrs. Fusillo, kennarinn hennar Evu Drafnar, fór að lesa upp nemendurna sína. Hún er búin að kenna í ansi mörg ár, fyrstu nemendurnir eru víst fimtugir í ár. Og þetta er síðasti bekkurinn hennar. Hún er að hætta störfum og hún átti svo bágt með sig konu greyið að ég held að hálfur salurinn hafi verið farinn að snökta með henni.
Vona að ég nái að setja hingað inn myndbandið sem ég tók af þessum merka atburði, þá getið þið snökt með mér og Mrs. Fusillo Wink.

DSC03877

Eva Dröfn er semsagt útskrifuð úr Elementary School. Verð nú að viðurkenna að hluti af mér væri alveg til í að vera hérna eitt ár í viðbót og leyfa henni að fylgja öllum nýju vinunum sínum í Middle School.

Köru leist nú ekkert alltof illa á ár í viðbót, eða kannski svona nokkra mánuði en Árna Reyni leist bara alls ekkert á svona pælingar. Enda held ég að þetta sé alveg orðið ágætt í bili Wink.

Pökkunin gengur vel - eða það held ég alla vega. Kemur í ljós á fimmtudagsmorguninn hversu vel hefur gengið.

Knús og kram,
Birgitta og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband