Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Prófbarlómur

Mikið er óþægilegt að fara í mörg próf með stuttu millibili.
Það tekur alveg prófdaginn að ná efninu úr sér og tæma hugann þannig að maður eigi séns á að læra eitthvað annað.

Ég var í íslenskuprófi í morgun - Talað mál og framsögn. Góður hluti prófsins fór í hljóðritun og það fóru ansi margar stundir síðustu daga í að æfa sig í að hljóðrita allt mögulegt og ómögulegt.

Næsta próf er svo stærðfræði og þar sem prófið er á föstudaginn er lítið hægt að slæpast, heldur þurfti ég að vaða beint í stærðfræðina á fullum krafti í dag.
Þetta gengur ekki gæfulega. Stend mig að því að hljóðrita allt. Það er sko alveg hægt að hljóðrita "breyttu lotubundna tugabrotinu 0,783783 í almennt brot"!!

Vona að ég verð sneggri að losna við stærðfræðina. Næsta próf - á mánudag - er Inngangur að uppeldisvísinum sem er eiginlega heimspeki.
Yrði glæsilegt ef ég færi að reikna út heimspekikallana Shocking.

heimspekingar
Platón deilt í Pestalozzi mínus kvaðratrótin af Fröbel sinnum Kerchensteiner jafntog saga skóla og menntunar?
Veit ekki...

 

Þar til næst...

B


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband