Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Takk elsku litlu sys

Vildi bara sýna þér hvað ég er fín í nýja pilsinu mínu Koss.
Ekki amalegt að hafa svona Personal shopper í útlandinu ;).

Og þar sem þetta er afmælisgjöfin mín frá báðum litlusystrunum þá segi ég bara smúúúúúúúúússsssssss á ykkur báðar Koss.

B


Hávært barn...

Ég er ekki að grínast, ég HEYRI í dóttur minni í frímínútum í skólanum!
Samt eru alveg örugglega 1-2 kílómetrar þangað! Ég vissi að hún væri hávær en common! Þetta er ótrúlegt! Er ekki einhver glæst framtíð sem bíður barns sem getur látið heyra svona hátt í sér? Kannski óperusöngkona..?

Hún hefur alltaf verið svona þessi elska. Hún var ekki gömul þegar ég var beðin, af leikskólastarfsfólkinu, um að fara með hana og láta athuga heyrnina. Kannski svona 3ja ára. Og reyndar aftur þegar hún var 5 ára. Hún er með 100% heyrn - hún talar bara HÁTT. Það þýddi lítið að segja henni að nota inniröddina eða spariröddina, hún "talar bara svona".

En fyrr má nú aldeilis fyrrvera að ég heyri í henni úr skólanum...

Og hvaðan hefur barnið þetta? Ekki frá mér það er víst! Ég hef ömmu hennar í móðurlegg grunaða um að hafa verið ansi háværa á unga aldri en varla svona... Veit reyndar að amma hennar í föðurlegg var ansi stjórnsöm, og stundum hávær, en hef ekki heyrt neinar sögur að til hennar hafi heyrst um allar sveitir.

Best að láta hana ekki vita að ég heyri til hennar úr skólanum. Heyri alveg til hennar garga á mig ef eitthvað kemur uppá....

B


Örlögunum storkað

Eða réttara sagt veðurguðunum.
Ég ákvað nefnilega að gerast svo djörf að hengja þvott ÚT á snúru! Er að vona að veðurguðunum verði ekki litið niður í garðinn minn næsta sólarhringinn - því eins og allir vita er sólarhringur bara eitt lítið augnablik í lífi veðurguða svo það hlýtur að teljast ansi mikil óheppni ef þeir líta í garðinn MINN akkúrat það "augnablik" sem þvotturinn minn hangir útá snúru.

Ég veit nefnilega fyrir víst að ef veðurguðirnir sjá eitthvað hangandi á snúrunum mínum þá fara þeir um leið í leik sem heitir Hver er fljótastur að gegnbleyta, koma oní mold, feykja burt eða gaddfrysta þvottinn hennar Birgittu. Þetta er hin besta skemmtun veðurguðanna og sem stendur hefur Regnguðinn vinninginn með gegnbleytunni. Sé líka að hann er þarna að laumupúkast í skýi fyrir ofan Heiðrúnu og Vífilfell en ég er að reyna að fá Sólarguðinn til að hjálpa mér með því að halda Regnguðinum á snakki meðan Vindguðinn feykir honum niður í bæ.

Úbbossí... Þeir sáu okkur!  Bæði Rok og Regn eru á fleygiferð hingað! Farin! Að bjarga þvotti!

Þar til næst...

B


Geggjaður kjúlli

Ég veit ég á að vera að læra en verð að deila með ykkur alveg geðveikum kjúklingarétti sem ég gerði á föstudaginn.

3 kjúklingabringur - skinn- og beinlausar og skornar í frekar smáa bita.
1 stk piparostur - þessi kringlótti
1 ferna matreiðslurjómi
1/2 laukur
1/2 bakki sveppir

Þú byrjar á að gera mömmusveppasósu. Hún er svona:
Brytjar sveppi og lauk smátt og steikir í potti (best að steikja í smá smjöri) þar til laukurinn er mjúkur.
Hellir ca 1/2 af matreiðslurjómanum útí pottinn, skerð piparostinn í bita og setur útí. Bætir kannski meiri rjóma útí þegar þetta fer að malla - ég notaði ca 3/4 af matreiðslurjómanum í réttinn. Kryddar með smá Sauce bullion og lætur malla þar til osturinn er nokkurn veginn bráðnaður.

Meðan sósan er að malla steikirðu kjúllann á pönnu í ólífuolíu þar til kjúllinn er gegnsteiktur.  Kryddar (svoldið vel) með hvítlaukssalti
Hellir sósunni í eldfast mót, setur kjúllann útí og fullt af osti yfir.
Setur svo inn í ofn í ca 20-30 mín eða þar til osturinn er vel bráðnaður.

Þetta bar ég svo fram með spaghetti og fullt af klettasalatblöndu með fetaosti, púrrulauk og ristuðum furuhnetum.

Þetta var alveg hryllilega gott. Börnin borðuðu þetta öll með bestu lyst og við Gummi lágum afvelta :).

Læt þetta duga í bili - stærðfræðin kallar...

Þar til næst...

B


Habbla ha :o)

Ég er semsagt ódauðlegur ærsladraugur sem var sendur aftur í tímann til að breyta Mannkynssögunni - gábbulegt!
Samt skárra en Martan mín sem er steiktur kjúklingur sem villist inn í útihús og deyr Koss hehe.

Verst að ég hafði ekki hugmynd um þetta, spurning hvernig ég á að breyta mannkynssögunni...? Ætli ég eigi að vera byrjuð að hrekkja fólk með ærslafullum draugagangi? Hmmm, veit ekki hvernig ég á eftir að standa mig í því hlutverki...
Reyndar væri það ferlega gaman, svona þegar ég hugsa þetta nánar, vera ósýnilegur draugur og geta púkast í fólki eins og ég vil - meira að segja ætlast til þess af mér því ærsladraugar geta varla átt að hjálpa fólki að finna týnda bíllykla og þess háttar...?

Þannig að "if there's something strange in the neigbourhood...." er það líklega ég að ærslast Hlæjandi.

Þar til næst...

B


ÉG í orðabókinni...

Birgitta --
[noun]:

An immortal

'How will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com
Elín --
[noun]:

A poltergeist sent back in time to change the course of history forever

'How will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com

Bókafíkn

Ég er haldin bókafíkn. Sæl, ég heiti Birgitta og ég er bókafíkill.
Eins og margir fíklar reyni ég að afsaka fíknina fyrir sjálfri mér og öðrum og næ meira að segja oft að sannfæra sjálfa mig um að þessi fíkn sé góð fyrir mig. Sem hún getur varla verið því samkvæmt skilgreiningu kallast það fíkn þegar "...viðkomandi einstaklingur verður meira eða minna stjórnlaus. Hann getur ekki hætt neyslunni þrátt fyrir allan þann skaða sem henni fylgir." (úr Dauðans alvara eftir B.Þ. Þórsdóttur og S.Þorkelsdóttur). Svo bókafíknin getur ekki verið góð fyrir mig.

Hmmmm, tilvitnunin á reyndar bara við um eiturlyfjafíkla, þeir fara miklu verr með sig en ég, bókafíkn getur ekki verð eins skaðleg og eiturlyfjafíkn - ekki séns. Ég er ekki að skaða líkamann með lestri, þvert á móti þá er ég að þjálfa hugann því eins og segir einhvers staðar "lestur er líkamsrækt hugans" - ég er því í líkamsrækt á hverjum degi, stundum oft á dag! Reyndar fylgir lestrinum lítil sem engin áreynsla fyrir restina af líkamanum, nema þegar ég þarf að standa upp og sækja mér meira gos eða eitthvað gott að narta í yfir lestrinum en það er aukaatriði - er það ekki? Þjálfun hugans hlýtur að vera jafn mikilvæg ef ekki bara mikilvægari. Ef ég gæti nú bara lesið meðan ég púlaði í Árbæjarþreki væri þetta ekkert mál Koss.

Í hverju felst svo bókafíkn? Hvað er það sem fær mann til að kaupa endalaust af bókum og lesa þær allar (flestar alla vega)? Er það fróðleiksfýsn? Varla, ekki þegar bókmenntirnar sem maður innbyrðir hafa ekkert með raunveruleikann að gera og fræðslugildi þeirra er ekkert. Er það kannski flótti? Miklu frekar... Flótti í heim sem er ekki til, þar sem allt getur gerst en án þess að það hreyfi djúpt við manni - þú þarft ekki að láta þér líða illa þó að uppáhaldshirðfífl konungs hafi dáið, ekki eins og þegar þú lest um raunverulega erfiðleika einhvers. Ég las t.d. Hann var kallaður þetta og var með ónot í maganum og kökk í hálsinum í margar vikur eftir, legg ekki í að lesa Myndina af pabba af þeim orsökum, á erfitt með að ná utan um mannvonsku "alvöru" fólks.

Ég veit samt fátt betra en að leggjast í sófann með bók, ranka svo við mér einhverju síðar og það tekur mig tíma að komast aftur í raunveruleikann. Það eru ekki margir höfundar sem ná að skrifa þannig að þú gleymir stund og stað en sem betur fer eru þeir nokkrir og lengi lifi þeir allir! *Sérstaklega þeir sem taka upp á því að skrifa 20 bóka framhaldssögur!*

Þar til næst...

B


Afmælisstelpa

Mikið er nú gaman að eiga afmæli Koss.  Það er svo gaman að vera svona "center of attention" í einn dag, allir gera sér far um að vera einstaklega góðir við mann og svo fær maður fullt af pökkum.
Reyndar fékk ég fyrsta pakkann daginn fyrir afmælið mitt, fékk þessa rosalega flottu kaffikönnu frá tengdó, svo ég gæti nú hellt upp á drykkjarhæft kaffi fyrir partýgestina um kvöldið.  Það kom reyndar í ljós að mamma og pabbi höfðu keypt nákvæmlega eins kaffikönnu svo eitthvað hefur kaffið verið orðið slakt í Brautarásnum...

Ég fékk svp að njóta þess að eiga afmæli ALLAN afmælisdaginn minn því við vorum með áramótapartý sem náði alveg yfir á afmælisdaginn minn - það var því skálað og sungið og ég fékk meira að segja pakka og alles, á miðnætti.

Ég hef nú verið upplitsdjarfari en þegar ég vaknaði svo síðar þennan fína afmælisdag en ég hef líka verið slappari.  Það bjargaði ansi mörgu að litlu systradúllurnar mínar mættu með afmælishádegis/morgunmatinn til mín - Skallaborgara með frönskum og sósu og köku í eftirmat Hlæjandi - hvað gæti verið betra?  Svo fékk ég líka pakka frá þeim, pæjuföt sem my personal shopper valdi - getur ekki klikkað Glottandi.

Við Gummi og Helena brunuðum svo í Húsafellið til mömmu og pabba, þar biðu mín blöðrur og kræsingar og fleiri pakkar Hlæjandi.  Fékk geðveik útivistarföt, vatnsheld, vindheld, anda og blása og ég veit ekki hvað.  Frá litlu fjölskyldunni minni fékk ég svo flottasta pæjusímann ever...

Hann gerir nánast allt - hann er ofursúperfín myndavél, upptökuvél, með útvarpi og eins konar Ipod í leiðinni.  Svo er líka hægt að hringja með honum og senda SMS!  Ég er allavega algjör pæja með hann Koss.

Nú erum við komin aftur í bæinn og ég ákvað það með sjálfri mér að ég ætla ekki að kíkja í lærdóm fyrr en á morgun eða mánudag - má maður ekki vera í fríi á frídögum?  Held það bara...
Verð bara að vera hrikalega dugleg eftir páskana, setja í fluggírinn og rumpa þessum bókum af.

Knús, kossar, gleði og hamingja til ykkar allra.

Þar til næst...

B


Allt á haus...

Hvernig stendur á því að það gerist alltaf allt á sama tíma hjá manni? Sumar vikur líða hjá í þvílíkum rólegheitum að dagarnir renna saman í einn langan dag og aðrar hefur maður varla tíma til að sofa það er svo margt í gangi.

Æfingakennslan er búin! Verð að viðurkenna að ég er fegin. Það hefur nefnilega ansi margt setið á hakanum þessar tvær vikur sem ég var að kenna - fyrst of fremst fjölskyldan, þvottur, tiltekt og þvílíkt en svo líka allur annar lærdómur sem fór ekkert í pásu þó maður væri á haus að kenna.
Svo þurfti maður auðvitað að fagna þeim áfanga sem lok fyrstu æfingakennslunnar eru - sem þýddi að laugardagurinn rann hjá í baunasúpuþykkri þoku.
Skólinn í morgun og viti menn, smellt á manni einu stykki óvæntu verkefni, útistærðfræði og fleiru spennandi.

Og svo er maður auðvitað að fara að halda áramótapartý! Já, þú last rétt - ÁRAMÓTApartý Koss.  Sem þýðir að það þarf að snurfusa allt sem hægt er að snurfusa, henda, breyta, bæta, plana, kaupa, skreyta, skúra, skrúbba og finna sér búning.  Já, búning. Við fengum nefnilega þessa snilldarhugmynd að hafa grímubúningaáramótapartý þetta árið.
Þemað er tímabil.
Ég þarf því að finna mér smekklegan búning, helst svoldið pæjulegan, frá einhverju ákveðnu tímabili, fyrir miðvikudagskvöldið - einhverjar hugmyndir?

Svo ef ég horfi aaaaðeins lengra fram í tímann þá sé ég bara PRÓF og VERKEFNASKIL.  Sem þýðir að páskarnir fara ekki í afslöppun og át heldur lestur, lestur, lestur og verkefni.

Sem betur fer hef ég besta lærdómspartner ever svo ég þarf ekki að örvænta (taka til sín sem eiga - eða taktu til þín sem átt Glottandi). 
Það verður samt ósköp ljúft þegar ég get lagst í sófann með bók í hönd án samviskubits - hlakka þvílíkt til!

Þar til næst...

B


Afmælisdagurinn minn

Fyrir ykkur sem voruð búin að gleyma því þá er hann á fimmtudaginn...

Your Birthdate: April 13

You're dominant and powerful. You always need to be in charge. While others respect your competence, you can be a bit of a dictator. Hard working and serious, you never let yourself down. You are exact and accurate - and you expect others to be the same way.


Your strength: You always get the job done

Your weakness: You're a perfectionist to a fault

Your power color: Gray

Your power symbol: Checkmark

Your power month: April

Og þar hafið þið það...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband