Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Búið að breyta....

Jæja, kvartið og kveinið virkaði.
Það er búið að breyta athugasemdakerfinu þannig að langa leiðin sem ég lýsi hér að neðan dottin út og nú er hægt að skrá inn athugasemd eins og á öðrum vefsíðum.

Ooooog, nú ætlast ég líka til þess að þið kommentið ef ykkur liggur eitthvað á hjarta Koss.

Er alveg andlaus - of margir Mojitos í Mávahlíðinni í gærkvöldi eða eitthvað.

Þar til næst...

B


Að standa sína plikt

Eftir samtal sem ég átti við vinkonu mína fór ég að velta fyrir mér fólki sem er ekki að gera það sem það "á" að gera.  Það hljóta allir að kannast við það að vera að vinna með einhverjum, búa með einhverjum eða í samstarfi af annarri gerð og samstarfsaðilinn gerir ekki það sem hann/hún "á" að gera.  Þegar það eru fyrirfram skilgreind einhver verk sem á að vinna í sameiningu og annar aðilinn sinnir þeim ekki.  Þetta getur vakið hjá manni alveg óheyrilega mikinn pirring, að þurfa að "gera allt einn" og án aðstoðarinnar sem manni er tilskilin.
Það sem er svoldið skondið er að manni þykir yfirleitt ekkert tiltökumál að gera sömu verk einn ef samstarfsaðilinn er ekki á staðnum.  Ef vinnufélaginn er veikur, ef makinn er ekki á landinu eða samstarfsaðilinn forfallaður af öðrum, löglegum orsökum.

Ég var einu sinni að vinna á bestu hamborgarabúllu bæjarins.  Vann á vöktum frá 18-22 og tíminn frá 21-22 fór í þrif og frágang.  Einu sinni var ég sett á vaktir með stelpu sem var ekki að sinna sínu hlutverki.  Hún gerði bara ekki handtak óumbeðin og þegar hún hreyfði á sér botninn þá gerði hún það með fýlu og hangandi hendi.  Þessu er ég mjög óvön í mínu uppeldi og reyndi eftir fremsta megni að fá hana til að sinna sínu hlutverki með bros á vör en það gekk ekki neitt.  Eftir nokkrar vaktir (og þær voru ekki margar!) var ég orðin alveg hundspólandipirruð á henni.  Eitt þriðjudagskvöldið fékk ég svo nóg.  Þegar "törnin" var búin klukkan 20 þá byrjaði ég að ganga frá og bað hana um að ganga í eitthvert verkanna. 
Hún sat og blaðraði í símann í um 20 mínútur. 
Svo fékk hún sér smók. 
Svo fékk hún sér að borða. 
Og annan smók. 
Þá var klukkan að nálgast 21 og ég sagði henni sykursætri röddu að fara!  Sagði henni að ég myndi ganga frá sjálf og að hún skyldi bara drífa sig heim.  Hún maldaði eitthvað í móinn en ég var alveg hörð, hún skyldi bara taka sér frí það sem eftir væri vaktarinnar og drífa sig í bíó eða eitthvað.  Hún þáði þetta og fór. 
Og ég kláraði þrifin og fráganginn með tónlistina í botni og bros á vör Koss.

Yfirmaðurinn minn var nú ekkert himinlifandi með þetta en ég losnaði alla vega við að vinna með henni aftur - hún var færð á aðrar vaktir.

Þar til næst....

B


Grátt

Mikið er gaman að vera í æfingakennslu, ótrúlegt en satt.  Eins og ég var nú búin að kvíða fyrir þessu!  Kennslan sjálf er svona lala en það er bara svo rosalega gaman að fylgjast með krökkunum, ég ætti kannski frekar að stefna á mannfræðina en kennarann?

Það er nefnilega alveg stórmerkilegt að vera inni í 7.bekk og fylgjast með dínamíkinni milli krakkanna, hverjir eru inni og hverjir úti, hverjir eru skotnir í hverjum og hverjir ákváðu að breytast í töffara eða pæju yfir helgina.
Ég prísa mig sæla við lok hvers dags yfir því að vera ekki í 7.bekk!  Var þetta virkilega svona mikið drama þegar ég "var" ung?  Man nú ekki alveg eftir því... 
Man eftir að sumir fíluðu Duran Duran og sumir Wham! og fólk var flokkað eftir þeirri einföldu skiptingu og heimurinn var bara nokkuð svartur eða hvítur - Duran Duran eða Wham!.  Reyndar voru nokkrir erfiðir einstaklingar sem fíluðu hvorki Duran Duran né Wham! og þeir áttu það til að valda smá usla þar sem ekki var hægt að flokka þá - tala nú ekki um ef þeir fíluðu báðar hljómsveitirnar!  Það átti nú bara ekki að vera hægt!!!  Svo voru enn aðrir sem fíluðu Bubba, en það voru bara hálfgerðir pönkarar - alla vega villingar og það borgaði sig ekkert að tala of mikið við þá (slæmur félagsskapur!). 
Það var ekki fyrr en maður varð 14 eða 15 að heimurinn fór að verða grárri - ekki svona svart/hvítur lengur og hann verður bara grárri og grárri með tímanum.  Það er varla neitt svart/hvítt í dag, það er alltaf önnur hlið á málinu sem er kannski alveg jafn valid og maður stendur uppi án þess að hafa fastar skoðanir á neinu - allt svona hálfkáksskoðanir - svona kannski-, nema stundum-, næstum því-, ca skoðanir.  Myndi t.d. alveg kjósa Sjálffylkinguna eða Samstæðisflokkinn í dag Koss

Þar til næst...


Grunaði ekki Gvend

Alveg hefði ég mátt vita þetta, búin að vera fiktandi í stjórnborðinu í allt kvöld og meira að segja búin að setja próf í HTML á síðuna mína - sko mig Koss.
Þetta stefnir í að verða hinn mesti tímaþjófur, alla vega svona meðan ég er að læra inn á alla fínu fítusana og átta mig á möguleikunum.  Mér sýnist samt á öllu að það séu ekki allir fítusarnir virkir ennþá svo þetta verður það sem heldur mér frá lærdómnum næstu vikurnar. 
Þetta hlýtur samt að vera ágætisþjálfun og lítill skaði skeður þó þetta endi í klessu hjá mér, varla margir sem villast hingað inn.

Þar til næst,

B


Hvernig mun ég deyja...?


How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 105

You will die of sexual exhaustion

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis

Jahérna hér, ekki hefði mér nú dottið þetta í hug.


Testing testing...

Spurning hvort maður fái þetta til að virka með fikti - eins og svo margt annað?

Var nú ekkert á leiðinni að fara að blogga eitthvað, alveg nógu mörg blogg sem ég þarf að fylgjast með á degi hverjum svo ég fari ekki að bæta mínu eigin við en þetta gerðist bara alveg óvart.  Hefði betur sleppt því að "always allow pop-ups" á mbl.is.  Þetta pop-up var aðeins of freistandi - eiginlega bara skipun "Byrjaðu að blogga! Smelltu HÉR!" hvað gerir hlýðin manneskja eins og ég annað en að Smella HÉR??? 
Svo kemur bara í ljós hvort þetta verði eitthvað sem ég nenni að sinna eða hvort ég haldi bara áfram að vera nafnlaus lesandi á annarra manna bloggsíðum.  Veit ekki hvort tjáningarþörfin er nógu mikil til þess að ég muni gera þetta að staðaldri.

Nú þarf ég bara að birta þessa færslu svo ég sjái hvernig þetta virkar allt saman.

Þar til næst...

 B


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband