Grátt

Mikið er gaman að vera í æfingakennslu, ótrúlegt en satt.  Eins og ég var nú búin að kvíða fyrir þessu!  Kennslan sjálf er svona lala en það er bara svo rosalega gaman að fylgjast með krökkunum, ég ætti kannski frekar að stefna á mannfræðina en kennarann?

Það er nefnilega alveg stórmerkilegt að vera inni í 7.bekk og fylgjast með dínamíkinni milli krakkanna, hverjir eru inni og hverjir úti, hverjir eru skotnir í hverjum og hverjir ákváðu að breytast í töffara eða pæju yfir helgina.
Ég prísa mig sæla við lok hvers dags yfir því að vera ekki í 7.bekk!  Var þetta virkilega svona mikið drama þegar ég "var" ung?  Man nú ekki alveg eftir því... 
Man eftir að sumir fíluðu Duran Duran og sumir Wham! og fólk var flokkað eftir þeirri einföldu skiptingu og heimurinn var bara nokkuð svartur eða hvítur - Duran Duran eða Wham!.  Reyndar voru nokkrir erfiðir einstaklingar sem fíluðu hvorki Duran Duran né Wham! og þeir áttu það til að valda smá usla þar sem ekki var hægt að flokka þá - tala nú ekki um ef þeir fíluðu báðar hljómsveitirnar!  Það átti nú bara ekki að vera hægt!!!  Svo voru enn aðrir sem fíluðu Bubba, en það voru bara hálfgerðir pönkarar - alla vega villingar og það borgaði sig ekkert að tala of mikið við þá (slæmur félagsskapur!). 
Það var ekki fyrr en maður varð 14 eða 15 að heimurinn fór að verða grárri - ekki svona svart/hvítur lengur og hann verður bara grárri og grárri með tímanum.  Það er varla neitt svart/hvítt í dag, það er alltaf önnur hlið á málinu sem er kannski alveg jafn valid og maður stendur uppi án þess að hafa fastar skoðanir á neinu - allt svona hálfkáksskoðanir - svona kannski-, nema stundum-, næstum því-, ca skoðanir.  Myndi t.d. alveg kjósa Sjálffylkinguna eða Samstæðisflokkinn í dag Koss

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fékk ábendingu um að athugasemdakerfið væri erfitt og ákvað því að prófa (nei, bara lygi, vil bara fá komment á bloggið mitt...).
B

Birgitta (IP-tala skráð) 3.4.2006 kl. 18:56

2 identicon

óttalegt vesen.. verð nú samt að reyna þar sem ég skulda þau mörg!!

Marta (IP-tala skráð) 3.4.2006 kl. 20:44

3 identicon

Hæ hon. Þetta er æðislega flott hjá þér. Frábær lesning, halltu þessu endilega áfram. Frábært hvað dæturnar eru vel skrifandi :-). M.

DB (IP-tala skráð) 4.4.2006 kl. 09:36

4 identicon

Bíddu nú við, hélt að ég væri búin að þessu, en ef svo er þá koma bara tvær athugasemdir. Mér finnst þetta æðislegt hjá þér, frábær lesninga, æðislegt hvað dæturnar eru góðir pennar. Til hamingju með þetta. M

DB (IP-tala skráð) 4.4.2006 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband