Að standa sína plikt

Eftir samtal sem ég átti við vinkonu mína fór ég að velta fyrir mér fólki sem er ekki að gera það sem það "á" að gera.  Það hljóta allir að kannast við það að vera að vinna með einhverjum, búa með einhverjum eða í samstarfi af annarri gerð og samstarfsaðilinn gerir ekki það sem hann/hún "á" að gera.  Þegar það eru fyrirfram skilgreind einhver verk sem á að vinna í sameiningu og annar aðilinn sinnir þeim ekki.  Þetta getur vakið hjá manni alveg óheyrilega mikinn pirring, að þurfa að "gera allt einn" og án aðstoðarinnar sem manni er tilskilin.
Það sem er svoldið skondið er að manni þykir yfirleitt ekkert tiltökumál að gera sömu verk einn ef samstarfsaðilinn er ekki á staðnum.  Ef vinnufélaginn er veikur, ef makinn er ekki á landinu eða samstarfsaðilinn forfallaður af öðrum, löglegum orsökum.

Ég var einu sinni að vinna á bestu hamborgarabúllu bæjarins.  Vann á vöktum frá 18-22 og tíminn frá 21-22 fór í þrif og frágang.  Einu sinni var ég sett á vaktir með stelpu sem var ekki að sinna sínu hlutverki.  Hún gerði bara ekki handtak óumbeðin og þegar hún hreyfði á sér botninn þá gerði hún það með fýlu og hangandi hendi.  Þessu er ég mjög óvön í mínu uppeldi og reyndi eftir fremsta megni að fá hana til að sinna sínu hlutverki með bros á vör en það gekk ekki neitt.  Eftir nokkrar vaktir (og þær voru ekki margar!) var ég orðin alveg hundspólandipirruð á henni.  Eitt þriðjudagskvöldið fékk ég svo nóg.  Þegar "törnin" var búin klukkan 20 þá byrjaði ég að ganga frá og bað hana um að ganga í eitthvert verkanna. 
Hún sat og blaðraði í símann í um 20 mínútur. 
Svo fékk hún sér smók. 
Svo fékk hún sér að borða. 
Og annan smók. 
Þá var klukkan að nálgast 21 og ég sagði henni sykursætri röddu að fara!  Sagði henni að ég myndi ganga frá sjálf og að hún skyldi bara drífa sig heim.  Hún maldaði eitthvað í móinn en ég var alveg hörð, hún skyldi bara taka sér frí það sem eftir væri vaktarinnar og drífa sig í bíó eða eitthvað.  Hún þáði þetta og fór. 
Og ég kláraði þrifin og fráganginn með tónlistina í botni og bros á vör Koss.

Yfirmaðurinn minn var nú ekkert himinlifandi með þetta en ég losnaði alla vega við að vinna með henni aftur - hún var færð á aðrar vaktir.

Þar til næst....

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óþolandi!!! og ekkert annað. En svona eru bara sumir, eins gott að læra að lifa við það... eða ekki...

Marta (IP-tala skráð) 4.4.2006 kl. 23:02

2 identicon

Jesús hvað ég þekki þessa tilfinningu... fólk er stundum bara fyrir í svona hópavinnu þegar það er hvort eð er ekkert að hjálpa!!
Gaman að sjá að þú ert byrjuð að blogga :D
Knús Litla sys

Helena Árnadóttir (IP-tala skráð) 5.4.2006 kl. 06:39

3 Smámynd: Birgitta

Úff púff já, gleymi alveg þeim alverstu!! Þeim sem eiga að vera að vinna með manni skólaverkefni og gera ekki handtak. Þeir verða kannski bara að fá sinn eigin pistil...
B

Birgitta, 5.4.2006 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband