Bókafíkn

Ég er haldin bókafíkn. Sæl, ég heiti Birgitta og ég er bókafíkill.
Eins og margir fíklar reyni ég að afsaka fíknina fyrir sjálfri mér og öðrum og næ meira að segja oft að sannfæra sjálfa mig um að þessi fíkn sé góð fyrir mig. Sem hún getur varla verið því samkvæmt skilgreiningu kallast það fíkn þegar "...viðkomandi einstaklingur verður meira eða minna stjórnlaus. Hann getur ekki hætt neyslunni þrátt fyrir allan þann skaða sem henni fylgir." (úr Dauðans alvara eftir B.Þ. Þórsdóttur og S.Þorkelsdóttur). Svo bókafíknin getur ekki verið góð fyrir mig.

Hmmmm, tilvitnunin á reyndar bara við um eiturlyfjafíkla, þeir fara miklu verr með sig en ég, bókafíkn getur ekki verð eins skaðleg og eiturlyfjafíkn - ekki séns. Ég er ekki að skaða líkamann með lestri, þvert á móti þá er ég að þjálfa hugann því eins og segir einhvers staðar "lestur er líkamsrækt hugans" - ég er því í líkamsrækt á hverjum degi, stundum oft á dag! Reyndar fylgir lestrinum lítil sem engin áreynsla fyrir restina af líkamanum, nema þegar ég þarf að standa upp og sækja mér meira gos eða eitthvað gott að narta í yfir lestrinum en það er aukaatriði - er það ekki? Þjálfun hugans hlýtur að vera jafn mikilvæg ef ekki bara mikilvægari. Ef ég gæti nú bara lesið meðan ég púlaði í Árbæjarþreki væri þetta ekkert mál Koss.

Í hverju felst svo bókafíkn? Hvað er það sem fær mann til að kaupa endalaust af bókum og lesa þær allar (flestar alla vega)? Er það fróðleiksfýsn? Varla, ekki þegar bókmenntirnar sem maður innbyrðir hafa ekkert með raunveruleikann að gera og fræðslugildi þeirra er ekkert. Er það kannski flótti? Miklu frekar... Flótti í heim sem er ekki til, þar sem allt getur gerst en án þess að það hreyfi djúpt við manni - þú þarft ekki að láta þér líða illa þó að uppáhaldshirðfífl konungs hafi dáið, ekki eins og þegar þú lest um raunverulega erfiðleika einhvers. Ég las t.d. Hann var kallaður þetta og var með ónot í maganum og kökk í hálsinum í margar vikur eftir, legg ekki í að lesa Myndina af pabba af þeim orsökum, á erfitt með að ná utan um mannvonsku "alvöru" fólks.

Ég veit samt fátt betra en að leggjast í sófann með bók, ranka svo við mér einhverju síðar og það tekur mig tíma að komast aftur í raunveruleikann. Það eru ekki margir höfundar sem ná að skrifa þannig að þú gleymir stund og stað en sem betur fer eru þeir nokkrir og lengi lifi þeir allir! *Sérstaklega þeir sem taka upp á því að skrifa 20 bóka framhaldssögur!*

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þetta sé með skárri fíknum.. er það ekki bara?

Marta (IP-tala skráð) 19.4.2006 kl. 14:28

2 identicon

..og alveg svakalega falleg mynd af þér þarna til hliðar, næstum því jafn falleg og þú!!

Marta (IP-tala skráð) 19.4.2006 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband