Allt á haus...

Hvernig stendur á því að það gerist alltaf allt á sama tíma hjá manni? Sumar vikur líða hjá í þvílíkum rólegheitum að dagarnir renna saman í einn langan dag og aðrar hefur maður varla tíma til að sofa það er svo margt í gangi.

Æfingakennslan er búin! Verð að viðurkenna að ég er fegin. Það hefur nefnilega ansi margt setið á hakanum þessar tvær vikur sem ég var að kenna - fyrst of fremst fjölskyldan, þvottur, tiltekt og þvílíkt en svo líka allur annar lærdómur sem fór ekkert í pásu þó maður væri á haus að kenna.
Svo þurfti maður auðvitað að fagna þeim áfanga sem lok fyrstu æfingakennslunnar eru - sem þýddi að laugardagurinn rann hjá í baunasúpuþykkri þoku.
Skólinn í morgun og viti menn, smellt á manni einu stykki óvæntu verkefni, útistærðfræði og fleiru spennandi.

Og svo er maður auðvitað að fara að halda áramótapartý! Já, þú last rétt - ÁRAMÓTApartý Koss.  Sem þýðir að það þarf að snurfusa allt sem hægt er að snurfusa, henda, breyta, bæta, plana, kaupa, skreyta, skúra, skrúbba og finna sér búning.  Já, búning. Við fengum nefnilega þessa snilldarhugmynd að hafa grímubúningaáramótapartý þetta árið.
Þemað er tímabil.
Ég þarf því að finna mér smekklegan búning, helst svoldið pæjulegan, frá einhverju ákveðnu tímabili, fyrir miðvikudagskvöldið - einhverjar hugmyndir?

Svo ef ég horfi aaaaðeins lengra fram í tímann þá sé ég bara PRÓF og VERKEFNASKIL.  Sem þýðir að páskarnir fara ekki í afslöppun og át heldur lestur, lestur, lestur og verkefni.

Sem betur fer hef ég besta lærdómspartner ever svo ég þarf ekki að örvænta (taka til sín sem eiga - eða taktu til þín sem átt Glottandi). 
Það verður samt ósköp ljúft þegar ég get lagst í sófann með bók í hönd án samviskubits - hlakka þvílíkt til!

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tekið og frátekið.. forever!!

Marta (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband