Færsluflokkur: Heilsa
15.8.2006 | 11:20
Er hamingja kvenna mæld í kílóafjölda?
Ég veit allt um hvað offita og hreyfingarleysi getur haft slæm áhrif og hreinlega verið hættuleg enda er ég frekar að tala um "mjúku" konuna. Svona Monroe týpur - sem þóttu einu sinni megabeib. Ef maður les blöðin og fylgist með auglýsingum í hinum ýmsu miðlum þá er ekki annað að sjá en að kona geti ekki verið hamingjusöm nema hún sé í (eða helst undir) kjörþyngd.
Hver ákvað að kona þyrfti helst að vera eins og tíu ára strákur í laginu til þess að vera "flott"?
Hverjum finnst það "flott"???
Frekar perralegt ef maður hugsar útí það.
En aftur að upphaflegu pælingunni.
Getur kona sem er yfir kjörþyngd verið virkilega trúlí hamingjusöm? Er hún kannski alltaf með þessi "auka"kíló í kollinum - hvað sem hún tekur sér fyrir hendur?
Þegar hún verslar í matinn.
Þegar hún kaupir sér föt.
Þegar hún fer í saumaklúbbinn.
Þegar hún fer í sund.
Þá er ég ekki að meina að hún sé heltekin af þessu, heldur meira að þetta sé alltaf þarna "in the back of her mind" - svona eins og karlmenn hugsa um kynlíf 10 sinnum á sek.
Svona eins og með hár. Fyrir 50 árum síðan þótti allt í góðu að konur hefðu smá lubba á fótunum eða undir höndunum.
Í dag eru konur "ógeðslegar" með þessi sömu hár. Eiga helst ekki að hafa hár á lærum, handleggjum, andliti eða annars staðar á líkamanum - erum við ekki komin aftur að 10 ára stráknum? Hummmm?
Hvar endar þetta eiginlega? Ég bara spyr?!
Þar til næst...
B (loðin, mjúk týpa á leiðinni í vax og megrun).
Heilsa | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)