7.5.2006 | 21:18
Undarlegir dagdraumar
Ástandið er orðið frekar slæmt þegar maður er farinn að sjá það í hyllingum að taka húsið sitt í gegn! Þegar mann dreymir dagdrauma um að rífa allt úr baðskápunum og henda og raða og þrífa. Og eldhúsið mæ ó mæ! Fullt af skápum sem hefur ekki verið tekið til í í háa herrans tíð mmmm. Geymslan og garðurinn eru svo The Icing on the Cake - geymi það þar til síðast, spara það svo ég geti látið mér hlakka til sem lengst.
Þegar ég verð svo loksins búin í prófunum gæti reyndar alveg verið að dagdraumarnir fari að snúast um eitthvað annað, eins og kannski að liggja í leti í heita pottinum, lesa á teppi í garðinum eða bara glápa á uppsafnaða hrúgu af Desperate Housewives, Lost og Greys Anatomy. Maður veit samt aldrei, kannski mun ég uppfylla þá dagdrauma í tandurhreinu og drasllausu húsi .
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Kannast við þetta, klæjaði meira að segja í puttana af strau-þrá í gær. Held svo einmitt að þegar tíminn komi verði maður svo upptekinn af því að hvíla sig bara - og glápa - og djam... -
Þjáningarsystir (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 16:45
hehe veistu ég held að ég sé ósjálfrátt farin að búa til rusl í íbúðinni minni svo ég geti tekið mér frí frá lestri til að taka til ;) En trúðu mér dagdraumarnir breytast.. I promise... ýmindaðu þér bara hvað þú átt gott núna, ég er rétt að byrja í prófalestri núna og þú ert að verða búin :P
Love you Helena
Helena (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.