Öryggi

Sá þessa flottu setningu á einum bloggrúntinum mínum:
“You cannot discover new oceans unless you have the courage to lose sight of the shore”

Þessi setning er eins og skrifuð um mig.
Ég er þessi sem skortir hugrekki til að uppgötva nýja hluti og breyta til.

Ég veit ekki hvaðan þessi þörf fyrir öryggi kemur, en ég vil helst vita nokkuð nákvæmlega hvað er framundan, hvar ég verð, hvenær og hvernig.

Það hefur verið í umræðunni nokkuð lengi að við fjölskyldan flyttum westur yfir haf vegna vinnu Hellisbúans.
Meðan það var bara í umræðunni þótt mér það voðalega spennandi.
Fór á fullt að skoða svæði, skóla, hús og fleira.
Núna er þetta að verða að alvöru!
Og þá er þetta ekki alveg eins spennandi.
Eiginlega meira bara svolítið hrikalegt.

Tilhugsunin um að selja húsið mitt og leigja hús í útlandinu, eiga engar fastar rætur neins staðar, eiga ekki einu sinni heimilið mitt - var frekar óþægileg.
Og öll óvissan! Herre gud!
Hvernig á þetta eftir að leggjast í börnin?
Hvernig á þeim eftir að ganga að aðlagast nýjum skóla þar sem enginn talar þeirra tungumál?
Og hvernig á mér eftir að ganga?
Þekki engan?
Engin mamma í næsta húsi, engir vinir til að kíkja til í kaffi eða fá í heimsókn.
Engin lærdómspartner til að læra með (eða borða bakkelsi með).

Svo hugsaði ég hversu auðvelt það væri að flytja bara aftur heim til Íslands.
Það sagði enginn að ég þyrfti að búa í Bushlandi forever after.
Þá náði ég andanum aftur (NB þetta var nokkrum vikum seinna).
Og ákvað að líta á þetta sem ævintýri og tækifæri - fyrir okkur öll.
Mikið held ég að ég muni hafa gott af þessu!

Svo nú er ég að fara á fullt aftur. Skoða hús og skóla og finna besta staðinn fyrir okkur til að vera á. Skóla sem tekur vel á móti börnum með ensku sem "second language" og hús með fullt, fullt af gestaherberjum fyrir alla sem EIGA að koma í heimsókn.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sko ég held að þetta sé akkurat tækifæri sem þú átt að grípa fagnandi til þess að fá að upplifa smá ævintýri, eitthvað sem er ekki planað... eiga daga þar sem þú veist eiginlega ekkert hvað gerist..

kemur til baka ríkari manneskja fyrir vikið

en þetta er bara það sem að ég held...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:14

2 identicon

ja hérna, maður fær aldeilis skúbb hér!  Maður fylgist spenntur með þessu ævintýri.

Kv. Edda Bj.

Edda (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:37

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Skil nákvæmlega hvað er að fjúka í gegnum hugann. Var svo spennt líka þegar við fórum með 4 börnin okkar til englands..skoða hus og leigja og gaman bara þar til að það var alveg að verða komið að þessu þá helltist yfir mig hryllingur. Og my God. Hvað er ég búin að gera? Svo bara hendir maður sér af stað og gerir einn dag í einu. Einn dag af því að villast. Enna í að börnin fíla ekki skólann og ksilja ekki neitt. Einn dag í að vita ekkert í sinn haus og ljúga að öllum heima að maður hafi það assgoti fínt bara..en veitu að eftir smá tíma byrjar allt að ganga og svo gengur það bra betur og betur. Og svo sér maður hvað þetta var rosalega gott fyrir mann og lærdómsríkt og þroskandi og nú vill enginn fara heim aftur...

Sko!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband