Sverðkettir og Fíasól

Er að gera ritgerð og er á kafi í pælingum um námskrár, hvað á að kenna, hvernig og af hverju?

Margar mjög skemmtilegar pælingar en skemmtilegust þykir mér pælingin um sverðkattanámskrár. Hugtakið kemur fram í sögu sem var skrifuð 1939 og segir í stuttu máli frá ættflokki á steinöld sem kenndi börnunum sínum nytsamlegar aðferðir til að lifa af, m.a. bestu leiðina til að hræða burtu sverðketti. Nokkrum kynslóðum seinna dóu sverðkettirnir út en nýjar hættur steðjuðu að ættflokknum. Framsýnir einstaklingar vildu þá fara að kenna börnunum aðferðir við að bæla þeirri hættu frá en aðrir vildu halda áfram að kenna gömlu aðferðirnar þrátt fyrir að þær hefðu engan tilgang lengur. 

Þetta fær mann til að spá hvort allt það sem börnin læra í skólum í dag sé þeim gagnlegt eða hvort eitthvað sé eingöngu kennt "af því það hefur alltaf verið kennt".

Fær mann líka til að spá í hvað er mikilvægast að kenna nemendum í dag? Hvaða eiginleikar munu gagnast þeim best í lífinu? Hvaða færni er nauðsynleg? Og síðast en ekki síst, á skólinn að kenna þetta allt eða á sumt að vera hlutverk heimilanna?

Ég er alveg komin í hringi í þessum pælingum og ætla því að taka mér frí frá þeim það sem eftir lifir dags.
Ætla frekar að kíkja á efni næstu ritgerðar.
Til þess þarf ég að lesa barnabók og Fíasól í hosiló varð fyrir valinu.
Hlakka mikið til að kíkja í heiminn hennar, hef heyrt að hún sé skondin og skemmtileg stelpa Smile.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nördí nördí nördí

Marta (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 11:03

2 identicon

það er kúl að vera nörd ;)

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband