Þjóð veit þá þrír vita

Dóttir mín tilkynnti mér í morgun að það viti ALLIR að hún sé kannski að fara að flytja til Njú Jork.
Hún sagði nefnilega bestu vinkonu sinni það og sú byrjaði á að segja kennaranum þeirra og svo öllum sem nenntu að hlusta Wink.
Það var svosem alveg saklaust, eins og staðan er í dag er þetta 99% öruggt, en þetta var tilvalið tækifæri til að slengja fram þessu fína orðatiltæki og ræða merkingu þess.
Það er reyndar frábært að þetta hafi ekki gerst fyrr, það er svolítið síðan við byrjuðum að ræða þetta við börnin til að venja þau við tilhugsunina.

Þau tóku þessu ekkert voðalega vel í byrjun.
Fyrsta hugsunin var auðvitað vinirnir. Sponsið hafði mestar áhyggjur af því að besta vinkonan yrði búin að eignast nýja bestu vinkonu og vildi þess vegna ekki flytja.
Frumburðurinn tók betur í þetta, sagði að þetta yrði bara eins og einn laaaaaangur enskutími. Hann var sáttur ef við verðum ekki of lengi og ef við flyttum aftur í Árbæinn.

Í dag eru þau mikið sáttari, jafnvel farin að hlakka til.
Ég fæ samt alltaf öðru hvoru spurningar eins og...

"Er til mjólk í Njú Jork?"
"Er strönd í Njú Jork?"
"Eru til kóngulær sem bíta í Njú Jork?"
"Þarf maður að vera í skólabúning í skólanum?"
"Eru jól í Amríku?"
"Megum við gera grikk eða gott?"
"Eru ljón í Njú Jork? En, krókódílar? En, ísbirnir? En, eiturslöngur? En, kyrkislöngur? En...

Þið skiljið...?

Vona bara að þau verði ekki fyrir vonbrigðum þegar þau komast að því að maður þarf líka að taka til í herberginu sínu, læra heima og fara snemma í háttinn þó maður búi í Njú Jork.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en þarna er ekki Njú Jork borgin sem sefur aldrei ...?

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:37

2 identicon

Aldeilis fréttir.  Hvenær stefniði á að flytja??  Lengi??  Líst vel á þetta hjá ykkur.

Kveðjur frá Gautaborg
Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 13:14

3 identicon

Haha, ég kannast við svona spurningaflóð.  Þarftu ekkert að svara hversu marga daga þið verðið úti?  Pésinn minn þarf alltaf að vera með nákvæma dagskrá á hreinu, ekki minna en 3 mánuðum fyrir brottför.  Victoria Beckham er búin að vera house-hunting í Bev síðustu mánuði, hún lumar kannski á einhverjum tipsum fyrir þig?  Þú veist, móðir með börn, hún veit sennilega alveg hvers þú þarfnast?

Edda frænka (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:26

4 identicon

Hæ darling.

Ja hérna, heldur betur tíðindi. Á bara að skella sér til Ammmríku með alla familíuna? En spennandi. Verðurðu þá í fjarnámi þaðan? Skrifaði endilega meiri fréttir. Luv, Hilla

Hildur Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband