Svona fyrir þá sem ekki vita

Kannast þú ekki við það að hafa rætt eitthvað mál við svo marga og svo oft við suma að þú heldur að allir viti allt um málið?
Þannig er það með þessa fyrirhuguðu flutninga okkar Smile.
Þetta er búið að vera í umræðunni í hátt í 2 ár svo það að þetta sé loksins komið á skrið eru ekki neinar sérstakar fréttir - fyrir suma.
Fyrir aðra eru þetta stórfréttir því þeir hafa ekkert fylgst með pælingunum - við ætlum, við ætlum ekki, við ætlum, ætlum ekki...

Það eru svo margir nákomnir sem koma af fjöllum við þessi skrif mín um tilvonandi brottflutninga og því kemur hér smá skýring.

Ég bloggaði um það um daginn að ég ætti helgareiginmann og börnin helgarpabba. Það er vegna þess að Hellisbúinn er búinn að vera með annan fótinn í útlandinu frá því síðasta sumar.
Hann er kominn með skrifstofu í miðri NYC og kemur bara heim, eins oft og hann getur, til að hitta okkur.
Þetta er auðvitað hundleiðinlegt til lengdar svo við börnin ætlum að flytja til hans (að ástandið yrði svona var vitað með dágóðum fyrirvara og því er þetta búið að vera í umræðunni svona lengi).

Við stefnum á að búa úti í 2-4 ár, svona eftir því hvernig gengur hjá Hellisbúanum og hvernig þetta leggst í okkur.

Ég ætla að halda áfram í fjarnáminu, flýg bara til Íslands í staðlotur og þ.h.

Krakkarnir fara í elementary, middle og high school Smile - já, skábarnið mitt stefnir nefnilega á að koma með okkur, alla vega í eitt ár.

Við erum reyndar ekki komin með öll leyfi á hreint, það tekur víst smá tíma og pappírstilfærslur, en samkvæmt öllu á þetta ekki að vera neitt mál.

Væntanlegt hús í USA mun verða með fínum gestaherbergjum því við viljum endilega fá sem flesta í heimsókn Wink.

Ooooog já, er þetta ekki bara ágætis skýrsla?

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fín skýrsla

Marta (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 14:21

2 identicon

Ok frábært hjá ykkur :)

Þóra (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Birna M

Aldeilis fínt.

Birna M, 16.2.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Agný

Bara að kvitta og segja gangi ykkur vel með flutningana og allt..Þessar kvittanir taka  orðið langan tíma nema maður skrifi alls ekkert nema kvitt

Agný, 17.2.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Good luck :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 20.2.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband