23.2.2007 | 23:48
Tæring í skólplögnum?
Það þarf nú ekki mikið ímyndunarafl til að ímynda sér að þetta hafi ekkert með tæringar í skólplögnum að gera. Væri mjög gaman að heyra hvort það sé fræðilega mögulegt að 100 metra djúp hola myndist vegna tæringar í skólplögnum.
Þar sem ég hef mjög auðugt ímyndunarafl fara þvílíkar samsæriskenningar um kollinn á mér.
Þetta er örugglega leynileg aðgerð ríkisins, þeir eru að kanna ný stríðsvopn, losa sig við rottur eða bara losa sig við fátæktina.
Kannski var vörubíllinn fullur af leynilegum úrgangi frá hræðilegri tilraunastöð.
Eða þetta voru geimverur að ná sér í tilraunadýr, komnar með leið á því að pikka alltaf bara einn og einn af fáförnum vegum í Amríkunni.
Ég gæti haldið svona áfram en sé lítinn tilgang með því.
Er líka upptekin við að reyna að ná í pípulagningamann til að athuga skólprörin undir húsinu mínu!
Þar til næst...
B
Risahola gleypti nokkur hús í Gvatemala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef lesið um þetta....þetta gæti tengst jarðlögunum þarna undir. Stórir neðanjarðarhellar sem hrynja saman. En man ekki nákvæmlega hvað þetta var.....
Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, 24.2.2007 kl. 01:33
maður getur pompað niður hvar sem er hvenær sem er...
Ólafur fannberg, 24.2.2007 kl. 22:21
ég er bara smeyk ... ólafur afhverju ertu að koma með þessa pælingu... hvar sem er hvenær sem jæks
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 17:28
Þeir voru eitthvað að ýja að stífluðum rörum sem yfirvöld vissu jafnvel af.
Birna M, 26.2.2007 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.