Orð í litum

Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt orð og bókstafir eigi sér sína ákveðnu liti. 

Það var ekki fyrr en Hellisbúinn fékk hláturskast yfir því að nafnið hans væri húðlitað að það hvarflaði að mér það væru ekki allir svona.
Hellisbúinn var alveg með það á hreinu að ég væri bara að bulla, hló bara og kom með fyndin komment (GetLost).
Ég held hann hafi haldið að ég væri að búa þetta til - af hverju ég hefði átt að gera það veit ég svosem ekki.

Ég er auðvitað ekki hrifin af því að vera álitin bullukollur svo ég fór á stúfana og reyndi að finna einhver dæmi um þetta. Það gekk ekkert voðalega vel því ég vissi ekki að hverju ég var að leita.
Datt svo á endanum inn á Vísindavef Háskólans, sem er einn skemmtilegasti vefur sem ég veit og fann þar allar upplýsingar um þetta fyrirbæri sem heitir víst samskynjun.

Komst að því að það að sjá orð og bókstafi í litum er algengasta samskynjunin.
Hún getur samt verið á ýmsa vegu eins og þessi kafli greinarinnar sýnir:

Fleiri dæmi um samskynjun eru að sjá tóna eða tónlist í litum og að finna bragð af orðum. James Wannerton frá Blackpool í Englandi segist til að mynda alltaf hafa fundið bragð af beikoni þegar hann hafði yfir þessa línu úr Faðirvorinu í skóla: “Fyrirgef oss vorar skuldir.”

Ekki amalegt það Wink.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er Marta á litinn? Hún hlýtur að vera rauð frekar en græn...

Marta (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Birgitta

Mmm nei, Marta er alveg svona ljósljósgul .
Held að það séu sérhljóðarnir sem stjórni litnum, þarf að pæla betur í þessu.

Birgitta, 27.2.2007 kl. 20:17

3 Smámynd: Birgitta

Skrítið - liturinn kom ekki með

Birgitta, 27.2.2007 kl. 20:17

4 identicon

hey ég sé tónlist í litum ...

vá hélt stundum að ég væri eitthvað klikk

hvernig er kleópatra á litinn???

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 01:27

5 Smámynd: Ólafur fannberg

svarthvitt...

Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 08:42

6 Smámynd: Birgitta

Kleópatra er svona dökk, dökk kóngablátt, næstum út í fjólublátt. Ferlega kúl að sjá tónlist í litum, væri alveg til í að prófa það .

Birgitta, 28.2.2007 kl. 08:43

7 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Vá ég hef heyrt um að fólk sjái tónlist í litum og finnst það stórmerkilegt, en ég hef aldrei heyrt um orð og stafi í litum. Er ekki soldið gaman að hafa lífið svona litskrúðugt?

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 2.3.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband