Barnaafmæli

Þá er fyrra barnaafmæli ársins búið og 4 dagar í næsta.

Gaman að segja frá því að krakkarnir hafa, frá því þau voru ansi lítil, beðið vélfræðinginn hann afa sinn um að gera afmæliskökurnar þeirra. Fyrsta skiptið var það Árni Reynir, 2ja eða 3ja ára, sem vildi fara með gröfuköku í leikskólann. Gröfuköku!
Afinn var sko ekki lengi að hrista fram eitt stykki gröfuköku, sem skóflaði upp sælgæti og vakti, að vonum, þvílíka lukku.
Síðan þá hefur afi gert nokkrar gröfukökur, prinsessuköku, kastalaköku, vélmennaköku og fleiri gerðir sem ég man bara ekki í augnablikinu. Það besta við þetta er að það er alveg sama hvað börnunum dettur í hug - afi græjar.
Held að það séu ekki mörg börn sem hringja í afa sinn nokkrum dögum fyrir afmælisveislu og biðja hann um að baka afmælistertuna Brosandi.

Langaði að deila með ykkur nýjustu snilldinni. Árni Reynir hringdi í afa sinn fyrir helgina og bað hann um að gera Svarthöfðaköku. Ég verð nú að viðurkenna að ég sá það ekki alveg í hendi mér, ekki þannig að hún væri flott. Afinn fór á fullt og fann auðvitað útúr þessu - þið getið metið árangurinn sjálf - myndin af listaverkinu er hérna til hliðar.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki að grínast! maðurinn er náttúrulega ekkert annað en snillingur!! hehe ég ætla að biðja hann á 25 ára afmælinu mínu að baka koagualtions-kaskade köku!! Sjáum hvort hann ráði við það ;)

Helena (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 21:01

2 identicon

..vantar bara mynd af listamanninum sjálfum!!

Marta (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband