1.6.2006 | 21:15
Innlögn á geðdeild vegna tölvuleikja
Ég er örugglega versta mamma í heiminum því ég takmarka leikjatölvunotkunina hjá börnunum mínum en Þetta styrkir mig enn meira í að viðhalda ákveðnum "spilatímum".
Tekið af Vísi.is
Lagðir inn vegna tölvuleikjanotkunar
Dæmi eru um að ungir drengir séu lagðir inn á geðdeild vegna gegndarlausrar tölvuleikjanotkunar. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild segir mikla tölvuleikjanotkun algenga hjá unglingum sem koma í meðferð.
Tölvuleikjanotkun ungmenna hefur færst verulega í vöxt síðustu misserin og heilbrigðiskerfið fer ekki varhluta af því. Það er orðið töluvert algengt að gegndarlaus tölvuleikjanotkun sé stór hluti vandamála hjá unglingum sem koma á barna- og unglingageðdeild. Í langflestum tilvikum er um drengi að ræða.
Eins og stundum er ekki gott að meta hvað er hænan og hvað eggið, það er hvort geðrænir erfiðleikar valdi óhóflegri tölvuleikjanotkun, eða hvort tölvuleikirnir séu orsök vandans. Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL, segir að í verstu tilvikunum sé þó ljóst að tölvuleikjanotkunin hafi slík áhrif á líf unglinga að hún sé beinlínis ástæa innlagnar á geðdeild.
Þetta er auðvitað bara hrikalegt.
Þar til næst...
B
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.