Akureyri og Barcelona

Nýkomin frá Akureyri og á leiðinni til Barcelona Smile.
Við fjölskyldan fórum Norður um  páskana og áttu geggjaða daga í Hlíðafjalli.
Fullorðna (og hálffullorðna) fólkið fékk einkakennslu og börnin fóru í skíðaskólann og loksins erum við farin að geta staðið á skíðunum niður heila brekku.
Börnin öll orðin ótrúlega fær, Hellisbúinn líka, það er eiginlega bara mamman sem þarf að herða sig.
Er nefnilega algjör gunga Shocking.
Þoli svo illa svona hraða, sérstaklega nið'rímóti.
En þetta hlýtur að koma einhvern tíma.
(Eða ekki)

Nenni líka ekkert að hugsa um snjó og skíði núna því ég er á fullu að undirbúa Barcelonaferð.
Búin að liggja á netinu og safna í risastórt skjal öllu því sem mig langar að skoða, smakka, sjá og njóta.
Vona bara að ég komist yfir þetta allt saman.
Vona líka að skólinn muni bíða þessa bætur, prófin byrja jú bara eftir 3 vikur!
Jæja, það kemur bara í ljós, í versta falli fell ég bara Tounge.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Ég öfunda þig að vera að fara til Barselóna (stun). Hafðu það alveg svakalega gott og góða ferð.

Birna M, 11.4.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband