And the Mom of the Year Award goes to........

Jæja, þá er maður kominn heim í kotið sitt. Mikið er nú alltaf ljúft að koma heim, sama hvað er gaman að vera í útlandinu þá segi ég sko með sanni að það er No Place Like Home (tap tap tap).

Veit ekki hvort allar konur eru svona en ég er alla vega þannig að ég var farin að undirbúa brottför 3-4 dögum fyrir brottfarardag. Var búin að pakka niður í huganum, cirka út hvað færi í hvaða tösku, byrjuð að flokka óhreinu fötin í sér tösku og skipuleggja mér tíma þar sem ég gæti pakkað öllu klabbinu ein í friði (sendi hellisbúann á ströndina með afkvæmin).

Svo þurfti Hellisbúinn að skemma allt með því að ákveða að skjótast til Berlínar frekar en að koma með okkur heim og þá þurfti ég að byrja Planið alveg upp á nýtt - hann þurfti jú að taka með sér eina töskuna... 
Það tókst þó á endanum að rearegera Planinu skv þessu en þegar ég var að fara yfir þaðí huganum þá rann upp fyrir mér að ég myndi koma ein heim með börnin, 2 töskur fullar af óhreinum fötum (orðið að óhreinu taui í huganum) og þar sem húsið mitt er ekki sjálfhreinsandi, myndu allsherjarþrif bíða mín líka - OJBARASTA!!

Ég get sko alveg viðurkennt að þetta hvarflaði nokkrum sinnum að mér síðustu dagana og mig langaði helst að framlengja ferðinni - helst framlengja þar til Hellisbúinn kæmi heim, fengi ógeð og réði nýja þrífu Koss en það var ekki mjög raunhæfur kostur (sérstaklega þar sem skítaþröskuldur Hellisbúans er mjög hár!).

Jæja, það var ekkert við þessu að gera nema bæta allsherjarþrifum á planið og brosa.

Ferðin heim gekk eins vel og 5 tíma ferð með þreytt börn og tveggja vikna farangur 5 manna fjölskyldu getur gengið Glottandi- sumir svoldið pirraðir og aðrir frekar þreyttir og allir frekar lúnir.

Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég varð glöð - glöð er eiginlega ekki rétta orðið, hamingjusöm er nærri lagi - þegar ég opna dyrnar og á móti mér tekur þessi dýrindis Ajax angan. Ég hélt ég væri komin með ofskynjanir!
Aldeilis ekki! Yndislegasta múttan í heiminum (sem hefur örugglega nokkuð oft staðið í þeim sporum sem ég stóð í í dag) sendi bara þrífuna sína á húsið mitt! Með Kirbyinn og allt!
Ég verð að játa að ég hreinlega táraðist! Og er búin að vera syngjandi glöð og kát í dag!
Þessi gjöf fer sko á topp 10 listann yfir bestu gjafir ever Brosandi.

Og nú er ég trallandi í þvottinum - sem, ótrúlegt en satt, minnkaði bara um helming vð þetta og sé fram á yndislega ljúfa helgi í kósílegheitum.

Hattinn ofan fyrir þér elsku mamma ...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..og minn hatt líka! Hún er svona glimrandi glöð yfir að fá ykkur heim :)

Marta (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 21:31

2 identicon

Hæ Mrs. B, gaman að sjá að þú ert farin að blogga, þá hefur maður fleiri afsakanir til að taka sér pásu frá ritgerðarskömminni..Vona að þið hafið það alveg splendid!
Kv. Hilla litla í Skotlandi

Hildur Sig. (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband