4.7.2006 | 10:48
Áhyggjur
Jæja, þá er frumburðurinn farinn í sumarbúðir. Í fyrsta skipti sem hann fer einn - án systra sinna - og mér finnst það einhvern veginn helmingi erfiðara en þegar þau fóru öll saman.
Það er ótrúlegt hvernig hugurinn á mér lætur, ég get ekki einbeitt mér því það eru alltaf að poppa upp í hugann á mér myndir af því sem gæti farið úrskeiðis .
Ég veit samt að hann mun alveg spjara sig, vildi bara að ég gæti verið hjá honum til að hjálpa honum við það . Ég veit ekki hvort okkar hefur betra af þessu, ég eða hann, líklega bara bæði. Að ég tali ekki um litlu systur sem fær nú að hafa mömmu og pabba alveg fyrir sig - endalausa athygli sem yngsta barn fær líklega sjaldan eða aldrei að njóta.
Ætla að hætta að hugsa um frumburðinn og einbeita mér að yngsta skottinu, veit að afarnir hans passa upp á hann fyrir mig.
B
Athugasemdir
Takk fyrir að sýna lífsmark, I really need it!!
Marta (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.