16.5.2007 | 08:27
Samskiptaleysi
Alveg er það ótrúlegt hvað öll samskipti minnka þegar skólanum lýkur.
Bara fyrir viku síðan dundu á mig tölvupóstar, allir að spjalla á msn, nóg um að vera í fjarkennsluumhverfinu en ég hafði lítinn sem engan tíma til að sinna því.
Núna hef ég nógan tíma en þá dettur ekki einu sinni inn hjá mér email - nema kannski frá Amazon og Icelandair en þau teljast ekki með (þó ég sé farin að lesa þau af mikilli athygli af því ég fæ ekkert annað).
Það eru ótrúlega fáir online, allir eitthvað bissí nema ég.
Humm, ég þarf kannski að fá mér líf..?
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Eiginlega spurning um að koma sér upp lífi UTAN tölvunnar. Ef þú nærð því ertu líklega seif... Annars bý ég ekki svooo langt í burtu
Marta (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:41
Hæ hæ
ég er sko alveg til í að skrifast á við þig beib!!!!!! haha
Kveðja María
maria rebekka (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:12
Alveg sammála þér, maður verður hálf einmana þegar allt þagnar svona skyndilega.
Er maður bara ekki kominn með tölvusýki, ég er allavega komin að hættumörkum held ég .
kveðja Helga Hanna.
Helga Hanna (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:40
Æji já annars rýmkar nú heldur um hjá mér eftir skóla og get þá farið að sinna þessu hér. Og fullt af öðrum hlutum svosem vinnunni og músíkinni;)
Birna M, 19.5.2007 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.