25.7.2006 | 22:00
Orkusuga?
Orkan mín kom aftur - með hvelli og látum!!!
Jibbí jey!!!
Vaknaði í morgun, nennti ekki að lesa fleiri bækur og reif því útúr öllum baðskápum. Henti 10 ára gömlum snyrtivörum án þess að blikna. 5 ára gömlu hársnyrtivörurnar fóru sömu leið. Dittó lyf, krem, sápur og margt, margt fleira sem hefur fengið að flytja með mér milli íbúða undanfarin 7 ár en ekki verið notað síðan 1700 og súrkál. Þetta var þvílíkt liberating, mér líður eins og nýrri manneskju!
Þegar þetta var búið var ég svo uppfull af nýrri, óskiljanlegri orku að ég réðist á búrið. Brotnir blómapottar, jólaskraut sem (sökum hallærisleika eða annarlegs ástands) hefur ekki fengið að fara ofan í jólaskrautskassann, hálfklárað páskaskraut barnanna, allt fékk þetta að fjúka - í ruslið!
Settist við eldhúsborðið og dáðist að sjálfri mér fyrir að gera loksins það sem mig er búið að langa til að mig myndi langa að gera í allt sumar. Og áttaði mig á að ég var bara alls ekki komin með nóg! Hvað gat ég tekið næst? Júbb - geymslan!!! Úffpúff!
Úr geymslunni fóru 3 pokar fata, 2 pokar leikfanga, 1 poki skóa, 3 stk. ferðataska og 2 pokar rusls í Sorpu - sweeeeet.
Þegar mesti hamurinn var runninn af mér (ca við innganginn á fýlufeninu Sorpu) fór ég að spá hvað í ósköpunum fékk mig til þess að vaða í þetta í dag frekar en í gær? eða fyrradag? eða bara einhvern af þeim ótalmörgu dögum sem ég hef haft undanfarinn mánuð?
Og komst að niðurstöðu!
Þetta er allt Hellisbúanum að kenna!
Þegar hann er á landinu sogar hann úr mér alla orku. Og þá hef ég ekki kraft til að gera nokkurn skapaðan hlut. Og geri því mest lítið nema lesa.
Hann er varla farinn úr landi þegar ég rýk á fætur og þeytist um allt með Ajax og svarta ruslapoka. Og hendi stöffi eins og mér sé borgað fyrir það!
Hellisbúinn er semsagt orkusuga (damn! að hann skuli ekki geta verið ryksuga...)!
Annað - sem ég ætti kannski ekki að viðurkenna fyrir nokkrum manni - er að nú er ég komin með fullt af plássi fyrir fullt af stöffi sem mig langar svooooo að kaupa mér....
Talandi um vítahring....
B
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.