Vírusar og vírusvarnir

Rosalega er pirrandi að það skuli vera til fólk sem af einskærum kvikindisskap og illmennsku liggur yfir því vikum saman að búa til vírusa sem geta eyðilagt og skemmt. Vírusar sem eyða öllum gögnum úr tölvum ókunnugs fólks. Jafnvel fjölskylduljósmyndum síðustu 10 ára eða svo!
Ótrúlegt!
Ein tölvan okkar er eitthvað leiðinlegt og vírusvörnin fann heilan helling af tracking cookies - einhver að fylgjast með umferð okkar á netinu og einhverju öðru sem ég kann ekki að nefna en gerir svipað gagn - hverjum þetta gerir gagn hef ég svo ekki hugmynd um... Það er svosem ekert hættulegt en enginn fannst þó vírusinn sem þýðir ekki að hann sé ekki þarna, bara að hann geti verið svona rosalega vel falinn.
Sem þýðir að tölvan þarf að fara í viðgerð!
Sem þýðir fjárútlát upp á einhverja þúsund kalla.
Vona að einhver þarna útí heimi sé ánægður!

Af öðrum vírusum...
Sonur minn var eitthvað undir veðrinu (under the weather) um daginn og ég sagði honum að hann væri líklega með einhvern vírus. Hann var svarar að bragði: "Getum við ekki bara fengið á mig vírusvörn?"
Ef það væri nú svo gott Koss.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kannski gott að það er ekki. Væri leiðinlegt ef hann fengi vírus sem þurrkaði út allt minnið.

Villi Asgeirsson, 1.8.2006 kl. 16:05

2 identicon

Svei mér þá ef ég hef ekki bara roðnað í sólbaðinu í dag.. híhí

Marta (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband