Hálfnað er verk...

þá hafið er - my XXX!

Fór í morgun og keypti mér 50 stykki pappakassa. Hrúgaði þeim inn, bretti upp ermarnar og réðist á fyrsta bókaskápinn.
Bókaskáparnir í skrifstofuherberginu eru 5, mér tókst að tæma 3. Búin að pakka ofan í 6 kassa - bara bókum!
Var ekkert smá ánægð með sjálfa mig.

Þangað til ég fór fram og leit aðeins í kringum mig.
Þá féllust mér eiginlega bara hendur og það lá við að ég brysti í grát.

Með þessu áframhaldi verð ég búin að pakka niður svona um það leyti sem jólaskrautið á að fara upp.

Nú sé ég ekki heimilið mitt lengur, ég sé bara stöff sem þarf að pakka niður.
Versta er að ég veit að sama hvað ég verð dugleg næstu vikur ég mun samt verða að rífa útúr síðustu skápunum tonn af einhverju dótarí sem ég hef ekki munað eftir, frameftir nóttu fyrir afhendingardag.

Ég komst reyndar líka að því að það er hægt að vera með bóka- og/eða lestrarfíkn. Ég skil bara ekki hvaðan allar þessar bækur komu!
(þetta skýrir kannski af hverju Amazon kallar mig "Most esteemed customer"?).

Jæja, lítið við þessu að gera nema gráta í hljóði og halda áfram að pakka.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt alla mína samúð TVÖFALDA!! Annars væri ráð að bíða með þetta fram yfir miðjan júlí og kalla mig þá í vinnu, ég er jú í æfingu

Marta Magnaða (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband