11.7.2007 | 10:01
Hitt og þetta
Ég er búin að vera með svona 10 blogg í kollinum undanfarið, alltaf á leiðinni að setjast við tölvuna og henda einhverju inn en það kemur alltaf eitthvað uppá sem stoppar það og þá er "andinn" farinn.
Langaði t.d. að blogga um hversu lygilega gott veður hefur verið undanfarið, ég veit samt að það eru líklega allir búnir að tala um það - við alla - en ég verð bara að kommenta á þetta! Það liggur við að ég grátbiðji um rigningu svo það sé ekki alveg eins erfitt að vera inni með nefið oni pappakössum allan daginn alla daga.
Svo verð ég eiginlega að minnast á frábæra saumaklúbbinn sem ég var í í gærkvöldi, mikið rosalega á ég skemmtilegar, fyndnar og frábærar vinkonur , ég er ennþá með aulaglottið fast á andlitinu og þvílíkar harðsperrur í maganum eftir að hafa vælt úr hlátri nánast stanslaust allt kvöldið - spaðafimma til ykkar!
Og talandi um saumaklúbbinn, fór mikið að spá í alls kyns skammstafanir á leiðinni heim. Hvað þýðir t.d.
MSN - Mikið Spjallað Nánast (stanslaust)?
SMS - Senda Mörg Skilaboð?
KGB - ???
ÁST (bara fyrir þig Inga)
Veit það einhver?
Og af hverju gerum við Íslendingar svona lítið af því að skammstafa löng og óþjál nöfn - t.d. á fyrirtækjum? Meina - Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins? Rannsóknarstofnun Landspítala Háskólasjúkrahúss? Eina sem ég man eftir í fljótu bragði sem er skammstafað í daglegu tali er RLR (og ekki vegna persónulegra kynna) og jú auðvitað KHÍ .
Jæja, ætla að hætta þessu bulli í bili. Þarf að fara að sinna öllum tómu kössunum mínum og pakka ofan í ferðatöskurnar. Verð í USAnu næstu vikuna.
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Spaðafimma til baka!
Þessi saumó var klassi.. mega gaman!
Gangi þér vel að pakka stelpa.
elíse (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 19:09
Spaðasexa frá mér (múhahahahahahah)
Já við erum geggjað skemmtilegar, ekki spurning. Hef heyrt frá fleirum klúbbmeðlimum í dag sem óverdósuðu af hamingju yfir eigin skemmtilegheitum Ekki spurning að hittingur verður skipulagður áður en þú hverfur til Nýju Jórvíkur. Er ekki svo bara málið að stofna ferðasjóð fyrir klubbenn? Nú og svo er laust í húsmæðraorlof í Hafnarfirði framyfir verslunarmannahelgi. Verum í bend.
Hildur Sig (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 23:08
Ásgeir vann einu sinni hjá Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins og hann talaði bara alltaf um RB, allt of langt að segja allt heitið!!
Þóra (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.