20.8.2006 | 12:19
Bölvuð?
Ég hlýt að vera undir einhvers konar bölvun!
Ég er búin að missa af báðum brúðkaupunum sem mér var boðið í í sumar - og bæði voru brúðkaup sem mig virkilega langaði að vera viðstödd.
Náði reyndar athöfninni í gær, en náði ekki veislunni þar sem klóið mitt þurfti áríðandi á faðmlagi að halda. Mikið er ég samt fegin að ég náði að komast í athöfnina
Ég er farin að hallast að því að forlögin hafi komið í veg fyrir að ég færi í brúðkaup í sumar - líklega vegna þess að ég hefði eyðilagt fyrir einhverjum ef ég hefði verið á svæðinu. Kannski skálað af of mikilli innlifun og orðið mér og brúðhjónum til skammar, eða dottið á brúðartertuna, eða spurt systur brúðgumans hvort hún væri mamma hans, eða spurt brúðurina hvað hún væri komin langt á leið - eða eitthvað í þessum dúr .
En athöfnin var einu orði sagt yndisleg! Mikið ofsalega var hún falleg, ég fæ ennþá tár í augun þegar ég hugsa um hana. Ég held ég hafi bara aldrei séð fallegri brúður og klökkari brúðguma . Ræðan létt og skemmtileg en samt ofsalega falleg, söngurinn alveg meiriháttar og bara yndislegt allt.
Ég ætla hér með að fara fram á myndasýningar! Eina í Mávahlíð og eina í Þingásnum - sem allra, allra fyrst!
Bettý og Sjonni - innilega til hamingju með gærdaginn og hvort annað. Megið þið alltaf vera jafn hamingjusöm og yndisleg.
Athugasemdir
Vona að þú sért orðin frísk, hetjan mín! Hlakka til að ráðast á kennarana með þér í fyrramálið...
Martasmarta (IP-tala skráð) 20.8.2006 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.