Bölvuð?

Ég hlýt að vera undir einhvers konar bölvun!
Ég er búin að missa af báðum brúðkaupunum sem mér var boðið í í sumar -  og bæði voru brúðkaup sem mig virkilega langaði að vera viðstödd.
Náði reyndar athöfninni í gær, en náði ekki veislunni þar sem klóið mitt þurfti áríðandi á faðmlagi að halda. Mikið er ég samt fegin að ég náði að komast í athöfnina
Ég er farin að hallast að því að forlögin hafi komið í veg fyrir að ég færi í brúðkaup í sumar - líklega vegna þess að ég hefði eyðilagt fyrir einhverjum ef ég hefði verið á svæðinu. Kannski skálað af of mikilli innlifun og orðið mér og brúðhjónum til skammar, eða dottið á brúðartertuna, eða spurt systur brúðgumans hvort hún væri mamma hans, eða spurt brúðurina hvað hún væri komin langt á leið - eða eitthvað í þessum dúr Koss.

En athöfnin var einu orði sagt yndisleg!  Mikið ofsalega var hún falleg, ég fæ ennþá tár í augun þegar ég hugsa um hana. Ég held ég hafi bara aldrei séð fallegri brúður og klökkari brúðguma Glottandi. Ræðan létt og skemmtileg en samt ofsalega falleg, söngurinn alveg meiriháttar og bara yndislegt allt. 

Ég ætla hér með að fara fram á myndasýningar! Eina í Mávahlíð og eina í Þingásnum - sem allra, allra fyrst!

Bettý og Sjonni - innilega til hamingju með gærdaginn og hvort annað. Megið þið alltaf vera jafn hamingjusöm og yndisleg.


c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_myndirnar_minar_blomvondur_48741.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þú sért orðin frísk, hetjan mín! Hlakka til að ráðast á kennarana með þér í fyrramálið...

Martasmarta (IP-tala skráð) 20.8.2006 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband