5.8.2007 | 23:53
Heimsóknir
Mikið rosalega hef ég verið vinsæl síðustu daga, ég er eiginlega bara í sjokki . Um 100 manns á sólarhring í 2 daga og enginn kvittar fyrir sig svo ég veit ekkert hverjir eru að reka nefið hingað inn...
Ekki eins og ég hafi verið að blogga eithvað mikið og merkilegt, ekki nema það sé færslan hérna fyrir neðan sem veki svona mikla athygli?
Spyr sú sem ekki veit .
Þið megið alveg vera svo indæl að kvitta þegar þið kíkið inn, annað hvort í gestabókina eða bara í athugasemdir, annars er hætt við að ég hreinlega springi úr forvitni.
Þar til næst...
B
*Var að átta mig á mistökum mínum, þetta eru ekki svona margir að kíkja í heimsókn heldur eru bara svona margar flettingar :). Alveg var það ágætt, mér er mikið létt*
Athugasemdir
Hver er munurinn á flettingum og heimsóknum? Spyr sú sem ekki veit
Marta (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 15:08
Jú, sko, fletting telst í hvert skipti sem þú smellir á síðuna, ef þú t.d. opnar innlegg og þ.h. Svo teljast líka IP tölur sem koma í heimsókn og þær teljast bara einu sinni yfir sólarhringinn.
Sé reyndar núna að það hafa 72 IP tölur komið inn í dag - hvað er eiginlega í gangi hér..?
Verð svoooo forvitin...
B
Birgitta, 6.8.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.