31.8.2006 | 01:10
Þetta getum við...
Jiiii, hvað maður var nú feginn þegar kom í ljós að Magni væri ekki í 3 neðstu sætunum en ekki átti ég nú von á því að hann hefði fengið flest atkvæði kvöldsins! Veit að við (Íslendingar) erum öflug en common! Hann hlýtur að eiga ansi marga aðdáendur annars staðar í heiminum.
Annars var ég mjög sammála því að Ryan færi heim. Var oft með þvílíkan kjánahroll þegar ég horfði á hann - frekar yfirdrifið allt eitthvað.
Kom mér á óvart hvað mér þótti Lukas passa vel við bandið, held að hann gæti bara alveg tekið þetta kallinn. Maður á reyndar eftir að sjá Magna með þeim svo ég ætla nú ekki að skrifa þetta í stein.
Sýnast þeir vera að undirbúa að sparka Dilönu, viðbrögðin í sófanum ekki upp á marga fiska þegar hún söng Psycho Killer, þeir voru allir hálf-frosnir eitthvað.
En hvað um það, átakið bar árangur og nú mega allir þeir sem lesa þetta með stífar axlir, píruhrukkur kringum augun og hálflamaða putta klappa sér stórt klapp á bakið .
Þar til næst...
B
Magni sá eini sem ekki var um tíma í þremur neðstu sætunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við skulum ekki gleyma því að frammistaða Magna í þessarri umferð var frábær,og hefur án efa skilað honum fjölmörgum atkvæðum frá öðrum en bara Íslendingum.En engu að síður þá er ég stoltur af okkur Íslendingum hvernig við stóðum við bakið á okkar manni. Nú skulum við halda uppteknum hætti í næstu umferð svo að strákurinn komist áreiðanlega í úrslitaþáttinn.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.