Engin smá sigling á Magna :o)

Já, þetta er nú orðið alveg ótrúlegt ævintýri hjá honum Magna, alveg frábært hvað þetta hefur gengið vel. Þó hann dytti út fyrstur í næsta þætti verður að segjast að árangurinn er alveg meiriháttar.

Samt hefur maður einhvern veginn engar áhyggjur af því að gott gengi stígi honum til höfuðs. Þó það sé auðvitað ekki hægt að segja að maður þekki hann þá sýnist manni á öllu að hann sé með báða fætur kirfilega á jörðinni og sé ekki kominn með neinar súperstjörnugrillur. Ég vona bara að hann fái útúr þessu öllu saman akkúrat það sem HANN vill.

Annars er ég ennþá ferlega pirruð vegna framkomu Gilby í Supernova laginu.
Á spjallþráðunum tala margir um að það hafi vantað chemistry-ið á milli þeirra þegar Magni söng með þeim. Hvernig getur verið chemistry milli þeirra þegar einn hljómsveitarmeðlimurinn hunsar annan alveg gjörsamlega? Og ef það er ekkert chemistry er ólíklegt að fólk upplifi Magna sem gott fit fyrir hljómsveitina...  Var Gilby þá að gera þetta viljandi "sjáiði öll hvað hann passar illa með okkur" til þess að hann fengi ekki aftur þessa ofurkosningu sem hann hefur fengið undanfarið? Kannski pirrar það hann að hann hafi ekki getað sent Magna heim fyrr?

Hér er slóðin inn á flutninginn sem er að pirra mig svona svo þið getið metið fyrir ykkur sjálf hvort ég er bara að nöldra eður ei Koss.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, soldið skrítið að sjá hvernig hann snýr baki í söngvarann ALLAN tímann. Ég hallast samt að því að Gilby greyið hafi átt fullt í fangi með að spila og bara verið alveg í eigin heimi...

Marta (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband