Matarboð

Hvað á maður að hafa í matinn í fyrsta matarboðinu í útlandinu?
Þegar fólkið sem kemur í mat er manni alveg ókunnugt?
Og maður veit ekki alveg hvað tíðkast að bjóða upp á í matarboðum í téðu útlandi?
Og þegar fólkið sem kemur í mat "þykir allt gott nema laukur og hvítlaukur" Pinch?
Og þegar maður á ekkert grill til að einfalda málið?
Og þegar eldunarhæfileikar betri helmingsins felast aðallega í pakkapasta og grilluðum samlokum Wink?
Og maður er eiginlega alveg andlaus?

Einhverjar hugmyndir?

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forréttur:
Parmaskinka og melóna - getur ekki verið einfaldara, bara sneiða melónuna, vefja parmaskinkusneið utan um og stinga flottum tannstöngli í gegn til að festa

Aðalréttur:
Kjúklingabringur fylltar með fetaosti, sólþurrkuðum tómötum og ferskum kryddjurtum, léttsoðið brokkolí og gulrætur og ferskt salat fyrir grasbítinn. Nú eða amerísk kartöflumús með osti.. namminamm

Eftirréttur
Ostakaka með oreo kexi og mars-sósu

 Málið er dautt og gleðin í höfn!! Ekki gleyma að bjóða upp á vænan Mojito í fordrykk, þeir sem vilja geta sleppt romminu

Marta (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:07

2 identicon

Maður fær bara vatn í munnin yfir matseðlinum hjá Mörtu

væri til í að fá uppskrift af ostakökunni

Hulda (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband