Viva la Blog

Var á daglega bloggrúntinum og fór þá að hugsa hvað þetta er frábært fyrirbæri - bloggið.

Það er frábært að geta fengið fréttir af vinum og ættingjum á hverjum degi (stundum sjaldnar, eftir hvað þeir eru duglegir að blogga). Fréttirnar eru líka annars eðlis en þær sem maður fær þegar maður hittist augliti til auglits eða spjallar í síma. Maður fær frekar að lesa um litlu sigrana og sorgirnar á blogginu, eitthvað sem maður fær ekkert endilega að heyra þegar maður hittir viðkomandi kannski í jólaboði einu sinni á ári.
Svo eru það myndirnar! Alveg meiriháttar að geta ekki bara lesið fréttirnar af fólkinu sínu heldur fær maður að sjá þær líka Wink.

Mættu alveg fleiri af mínum vinum og ættingjum fara að blogga, skora á ykkur öll!

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já snilldaruppfinning þetta blogg. En vertu nú dugleg að endurheimta heilsuna.

Marta.. en ekki hver? (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 23:18

2 identicon

Ég er alveg sammála þér.  Maður er eiginlega eins og fluga á vegg.  En sem betur fer ekki alltaf alls staðar.  Bloggarinn velur það sem flugan fær að vita.

Vonandi ertu orðin hressari!  (Hefði t.d. ekki fengið að heyra af októberflensunni í desember )

Edda (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband