28.10.2007 | 18:38
Viva la Blog
Var á daglega bloggrúntinum og fór þá að hugsa hvað þetta er frábært fyrirbæri - bloggið.
Það er frábært að geta fengið fréttir af vinum og ættingjum á hverjum degi (stundum sjaldnar, eftir hvað þeir eru duglegir að blogga). Fréttirnar eru líka annars eðlis en þær sem maður fær þegar maður hittist augliti til auglits eða spjallar í síma. Maður fær frekar að lesa um litlu sigrana og sorgirnar á blogginu, eitthvað sem maður fær ekkert endilega að heyra þegar maður hittir viðkomandi kannski í jólaboði einu sinni á ári.
Svo eru það myndirnar! Alveg meiriháttar að geta ekki bara lesið fréttirnar af fólkinu sínu heldur fær maður að sjá þær líka .
Mættu alveg fleiri af mínum vinum og ættingjum fara að blogga, skora á ykkur öll!
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Já snilldaruppfinning þetta blogg. En vertu nú dugleg að endurheimta heilsuna.
Marta.. en ekki hver? (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 23:18
Ég er alveg sammála þér. Maður er eiginlega eins og fluga á vegg. En sem betur fer ekki alltaf alls staðar. Bloggarinn velur það sem flugan fær að vita.
Vonandi ertu orðin hressari! (Hefði t.d. ekki fengið að heyra af októberflensunni í desember )
Edda (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.