Skítakuldi

Varð svooo kalt við að horfa á Unglinginn minn fara út í þunnum jakka og stuttermabol. Reyndi margt og mikið til að fá hana til að taka með sér trefil, sjal eða fara í þykkari jakka, flíspeysu eða bara eitthvað en það gekk ekki neitt.
(Hitinn er nefnilega bara 4 gráður og "feels like 2°")

Man reyndar alveg eftir þessu sjálf, einn veturinn gekk ég berfætt í lakkskóm upp á hvern dag, sama hvernig viðraði ég skyldi sko ekki fara í sokka!

Hvernig stendur eiginlega á því að unglingum finnst töff að vera illa klæddir? frjósa
Er töff að vera með sultardropann hangandi í nösinni, varirnar bláar og hendurnar kræklóttar af kulda?
Felst töffið í að vera óskynsamur?
Eða felst töffið kannski í því að gera EKKI eins og foreldrarnir biðja um?

Ætti maður kannski að prófa að biðja hana um að klæða sig minna? Banna henni að nota húfur, vettlinga, trefla, úlpur og allt annað sem gæti mögulega haldið á henni hita?

Það er svo skondið að þó ég muni alveg eftir því að hafa fundist halló að vera í sokkum eða með húfu þá get ég ekki fyrir mitt litla líf munað af hverju það var halló - af hverju það var ekki bara töff að vera vel klæddur og hlýtt?

Þar til næst..

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss, ég var svo mikill sveitalubbi að ég klæddi mig alltaf eftir veðri. Enda fædd og uppalin á Ísafirði þar sem lopasokkar og föðurland teljast enn til helstu nauðsynja..

Marta (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:33

2 identicon

Hæ hæ

Já er orðið svona kalt hjá þér....bbbrrrrr.....það þýðir víst lítið að hafa vit fyrir þessum börnum...en alltaf reynir maður þó.....hehe

Maria (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband