Lífsreynsla

Ég lenti í lífsreynslu í gær.

Forsagan er sú að ég fór með Unglinginn og vinkonuna í Mollið. Þar sem mig vantaði ekki neitt í Mollinu og mig langaði að gefa þeim frið til að Unglingast þá ákvað ég að sitja á Stjörnutorginu (Food Court hérna í USAnu) og læra.

Sat þarna með bókina mína á 4ra manna borði, með stílabók og blýant, kók í flösku og las og skrifaði.

Mikil læti í kringum mig, fullt af unglingum og fullt af fólki en ég náði fínni einbeitingu og lærði og lærði.

Svo fór að fækka í salnum og næðið varð ennþá betra, autt á öllum borðum í kringum mig.

Sem ég sit þarna og les gengur að borðinu mínu maður. Hann er með stóran bakpoka, í þykkum jakka og með húfu dregna ofaní augu.

Hann dregur fram stólinn skáhalt á móti mér, tekur af sér bakpokann, leggur hann á gólfið og sest! Skáhalt á móti mér! Á MÍNU borði!

Ég lít í kringum mig, jú, það eru öll borðin mín megin í salnum laus! Hvað gengur manninum til!?

Hann fer úr jakkanum.
Teygir sig í bakpokann (nú kemur hann með byssuna! eða hnífinn! beinir henni að mér og segir "if you come quietly you wont get hurt" eða "give me your wallet and cell phone") og dregur uppúr henni

bók

einhverja skólabók, stendur eitthvað -ology framan á henni.

Svo spyr hann "am I disturbing you?"

og ég er svo vel upp alin að ég get ekki sagt manninum að ég sé skíthrædd við hann og vilji helst bara að hann hunskist í burtu og segi bara "no".

Hann kemur sér vel fyrir og byrjar að lesa.

Ég gjói augunum á hann öðru hvoru en hann er bara að lesa og ég róast aðeins, passa mig samt að fylgjast með honum útundan mér, bara svona til öryggis, þetta er jú ekki alveg normið að setjast á borð hjá einhverjum ókunnugum og fara bara að lesa.

Ég hnerra.

Hann segir "bless you ma'am".

Svona hálftíma seinna lokar hann bókinni, stingur henni ofan í bakpokann sinn, fer í jakkann, stendur upp og segir "have a good evening ma'am".

Ég segi "you too, thank you".

Og hann fer.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

spes, hvar ertu í USA?

SM, 10.11.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Birgitta

Ég er í NY

Birgitta, 10.11.2007 kl. 21:14

3 identicon

Jedúddamía, hefði farið á taugum og hlaupið æpandi út og brunað heim, skilið alla unglina eftir í mollinu!!

Marteinn (skóagarmús) (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:26

4 identicon

Og hvað svo................................................

maria (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:26

5 identicon

Ég átti von á framhaldssögu um eitthvað hræðilegt......... en kannski var hann bara svona eins og hundarnir...þurfa alltaf félagsskap og leita hann uppi ef þeir hafa hann ekki heima hjá sér hehe. Já ég hefði nú örugglega staðið upp eftir smá stund og flýtt mér í burtu....ekki verið alveg jafn kurteis og þú Birgitta mín

Maria (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband