1.12.2007 | 16:55
Þefnæmi
Þar sem ég bý í útlandinu er húsið mitt kynnt með gasi.
Í gær, uppúr kvöldmat, fann ég allt í einu megna gaslykt.
Enginn annar fjölskyldumeðlimur fann nokkuð athugavert við lyktina í húsinu en það er lítið að marka því það hefur margsannað sig að mamman er lygilega næm á alls kyns lykt, hvort sem það er angan eða fnykur.
Ég ákvað að lofta aðeins út, datt í hug að lyktin tengdist kvöldmatnum. Það virkaði fínt meðan hurðin var opin en svo fann ég lyktina strax aftur þegar við lokuðum.
Við ákváðum að það væri "better to be safe than sorry" og hringdum í The GasCompany. Hann lét okkur hnusa út í loftið á hinum ýmsu stöðum en ákvað svo að það væri "better to be safe than sorry" og kom.
Við fengum þau fyrirmæli að við mættum ekki kveikja eða slökkva nein ljós, ekki setja neitt í gang og bara ekki snerta neitt sem tengist rafmagni - það var alveg ótrúlega erfitt.
Meðan við biðum eftir honum loftuðum við vel út og lyktin minnkaði verulega. Þrátt fyrir að undirrituð hafi verið sú eina sem fann lyktina voru aðrir fjölskyldumeðlimir farnir að fá höfuðverk, sumir svima og einhverjir með doða í vörum.
Gasmaðurinn var með hin ýmsustu tæki og mældi gasmagnið í skotum og skúmaskotum en fann ekki neitt fyrir utan oggupoggupínkuponsulítinn leka í kjallaranum en alls ekki nægan til að lyktin af honum finndist upp á næstu hæð.
Það var því engin rökrétt skýring á lyktinni; höfuðverkinn, svimann og varadoðann vil ég skrifa á fjöldamóðursýki (mass hysteria). Við gátum alla vega farið að sofa óhult í vissunni um að við myndum ekki vakna upp dauð úr gaseitrun.
Þar til næst...
B (ég þykist finna fnyyyyyk)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.