5.12.2007 | 20:20
Skrattinn úr sauðaleggnum
Er búin að vera að lesa bók fyrir börnin, sem er svosem ekki í frásögur færandi, nema hvað þetta orðatiltæki kemur nokkrum sinnum fyrir - eins og skrattinn úr sauðaleggnum.
Ég gat útskýrt merkinguna en þekki ekki þjóðsöguna sem þetta er úr. Og börnin vilja auðvitað vita hvaðan þetta kemur.
Er búin að googla og skoða vísindavefinn en finn ekkert sem getur hjálpað og leita því til ykkar kæru lesendur (hversu margir sem þið svo eruð):
Getur einhver sagt mér söguna um skrattann í sauðaleggnum? (geri ráð fyrir að hann hafi verið í honum fyrst hann kemur úr honum ).
Fyrirfram þakkir,
B
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.