10.12.2007 | 16:09
Vonbrigði
Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með myndina.
Við krakkarnir vorum búin að hlakka svo mikið til að sjá hana því bækurnar eru hrein snilld en myndin stóð engan veginn undir væntingum.
Og eiginlega bara langt því frá.
Ef þú hefur lesið bókina er hætt við að þú verðir fyrir vonbrigðum með myndina, hún fer illa með efnið, ruglar atburðum og persónum og hana vantar alveg töfra bókarinnar.
Ef þú hefur ekki lesið bókina færðu varla nokkurn botn í myndina.
Svo ég get ekki mælt með myndinni fyrir neinn.
Þar til næst...
B
Vonbrigði með aðsókn á Gyllta áttavitann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ, en synd. Sá fyrstu 5 mínútur myndarinnar á youtube.com og fannst hún virka góð. Hef lesið bækurnar og er hrifin af þeim.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.12.2007 kl. 16:46
En fúlt. Þá er bara að drífa sig að lesa bækurnar með börnunum, er búin að vera á leiðinni ansi lengi.
Marta (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.