29.9.2006 | 14:51
Jet lag...
Jæja, þá er maður kominn heim frá útlandinu og svona rétt að skríða saman.
Þetta er rosalega langt ferðalag, á útleið flugum við gegnum Minneapolis, við Hellisbúinn stoppuðum reyndar þar eina nótt og kíktum á leikritið Triple Espresso sem er ferlega fyndið stykki.
Ég reif mig svo upp eldsnemma næsta morgun (klukkan 5) og rauk út á flugvöll. Hellisbúinn varð eftir í Minneapolis og fundaði með Triple fólkinu en kom síðar sama dag.
Við eyddum svo tímanum í Vegas við að liggja í algjörri leti við sundlaugabakkann, sötrandi Pina Colada eða Margarítur, röltandi á milli hótela eða kíkjandi í búðir. Við borðuðum gúmmelaði á hverju kvöldi og amerískt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgnu *slurp og slef*.
Sá veitingastaður sem stendur uppúr eftir þessa fer heitir Top of the World sem er í hóteli sem heitir Stratosphere og er 109 hæða hátt. Efst á turninum er svo útsýnispallur og tívolítæki - já, tívolítæki! Þvílíka geðveiki hef ég aldrei á ævinni vitað! Það lá við að ég væri kjökrandi þarna uppi að horfa á fólkið í tækjum sem skutust útí loftið hundraðogeitthvað hæðir uppi í loftinu - bara bilun!
Heimferðin tók líka á, þá var maður rétt að komast inn á Vegastíma og þurfti að rífa sig upp 6 um morguninn, fljúga í 3 tíma yfir til Minneapolis, bíða þar í rúma 4 tíma og fljúga svo í 6 tíma heim. Og klukkan orðin 6 að morgni þegar við lentum hér. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu margar nætur ég er í skuld en líður eins og þær séu nokkuð margar...
Það var nú ekki svona gott hjá Hellisbúanum, hann flaug frá Vegas til New York, stoppaði þar í 2 daga, svo yfir til Chicago í 2 daga og þaðan til Munchen í 3 daga. Kemur svo heim á sunnudaginn og stoppar vonandi í nokkra daga .
Ég hef svosem nóg að gera, mín beið lærdómur heillar viku svo nú verður heldur betur að bretta upp ermarnar!
Ég er því dauðþreytt grasekkja á kafi í skólabókum!
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Velkomin heim Birgitta mín :)
Trúi því að jet lagið sé frekar slæmt eftir svona mikið ferðalag en stutt. Hefðuð þurft að vera bara aðeins lengur og slaka á :) Hvað varstu annars lengi? En vá ertu ekki að kidda mig með þessi tæki, sh...myndi sko ekki þora í þetta.
Gangi þér nú rosavel yfir skruddunum, gott með þetta æfingaprógram, ferlega sniðugt. Er nú hálffegin að vera ekki í þessum sporum núna :) þó maður sakni ykkar nú samt.
Heyrumst fljótlega,
kv. Gunnþórunn
Gunnþórunn (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.