10.10.2006 | 09:09
Handtöskur skipta höfuðmáli...!
Mikið skil ég þær vel! Ég veit ekki hvar Vegas-ferðin hefði endað ef það hefðu ekki verið til nógu margar töskur í hverri gerð fyrir Kynsysturnar. Það hefði örugglega endað í vinaslitum og hártogunum (þessum bókstaflegu).
Mesti höfuðverkur minn var hvaða tösku ég ætti að kaupa og endaði ég auðvitað á því að kaupa þær bara allar - eins og heilbrigðri íslenskri konu sæmir.
Mesti höfuðverkur minn var hvaða tösku ég ætti að kaupa og endaði ég auðvitað á því að kaupa þær bara allar - eins og heilbrigðri íslenskri konu sæmir.
Það er eitthvað við töskur og skó sem fá mann til að detta aðeins útúr raunveruleikanum meina, hversu margar töskur getur ein kona notað? Og hversu mörg skópör kemst maður yfir á ári? Tala nú ekki um þegar maður er heimavinnandi í fjarnámi og fer nánast aldrei útúr húsi - nema kannski í Bónus...
Jæja, maður er alla vega flottur í Bónus .
Þar til næst...B
Aðþrengdar eiginkonur rifust heiftarlega um handtösku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo er alltaf hægt að "lána" liltu systrum sínum töskur ;)
Helena (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 14:35
Það má alveg athuga það ef þær eru stilltar :o).
B
Birgitta, 10.10.2006 kl. 15:41
Það er eitthvað í okkur konum sem brestur þegar við sjáum töskur og skó, þannig er að bara. Hafði þið ekki heyrt karlana dæsa: "Konur og skjóðurnar þeirra";)
Birna M, 10.10.2006 kl. 20:54
Ég skil ekki konur...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.10.2006 kl. 22:03
Já þú verður sko mega flott í Bónus :) svo geturðu nú tjaldað einni af töskunum fram þegar við tökum djammið okkar sem átti að vera í sumar....en er ekki desemberhittingur :)
gangi þér vel með heimanámið og heyrumst fljótlega ;)
kv.Gunnþórunn
Gunnþórunn (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.