Allt á kafi í snjó...

Það er ekki langt síðan ég var að ræða við vinkonu mína um hvað allt hefði verið frábært í gamla daga.
Eitt af því sem við vorum sammála um að við söknuðum var almennilegur snjór.
Svona snjór sem náði manni uppí klof og gerði það að verkum að það var erfitt að komast í skólann. Og þegar maður keyrði göturnar þá var eins og maður væri inni í snjógöngum - snjórinn sem var skafinn af götunum reis í 2 metra háum sköflum sitthvorum megin við götuna.
Sömu skafla var svo hægt að grafa inn í og gera sér geðveik snjóhús.
Eða bara renna niður þá - vííííí!

Ég verð samt að viðurkenna að þegar ég las þessa frétt fékk ég hroll - brrrrr. Er ekki viss um að ég sé tilbúin í snjó svona alveg strax.

Kannski ekkert fyrr en svona 20.desember Koss. Þá má hann líka alveg vera alveg í 2-3 vikur og mikið af honum.

Þangað til er ég bara til í að hafa hvernig veður sem er - en bara auðar götur

Þar til næst...

B


mbl.is Þungfært innanbæjar á Akureyri vegna snjókomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband