13.10.2006 | 08:29
Neysla og mótmæli
Ég fæ alveg fjaðrir við tilhugsunina um troðninginn og kraðakið. Alveg innilokunarkennd - næstum.
Hvernig væri að fá þetta fólk til að mótmæla einhverju í leiðinni? Ég kem inn á það hérna fyrir neðan hvað Íslendingar eru lélegir mótmælendur, nennir enginn að mæta og mótmæla, en þegar ný verslun opnar eru allir komnir til að athuga hvort þeir geti nú ekki keypt sér eitthvað.
Kannski ættu þeir sem standa fyrir mótmælum að skipuleggja útsölu í leiðinni: "Mætum öll og mótmælum stríðinu í Írak - fótanuddtæki og Orbitrek á hálfvirði fyrir fyrstu 1000 sem mæta".
Er alveg pottþétt á að það helmingi fleiri myndu mæta.
Þar til næst...
B
heÞúsundir gesta komu í nýja IKEA-búð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við vorum búin að hlakka til að það opnaði þarna, en alveg með það á hreinu að við færum samt ekki að skoða fyrr en seinna til að forðast kraðakið. Alveg eins og við gerðum þegar Smáralind opnaði sællar minningar. Maður lét ekki sjá sig þar fyrr en nokkrum dögum seinna.
Birna M, 13.10.2006 kl. 15:39
Ég var búin að hlakka til rýmingarsölunnar í gömlu búðinni. Það var búið að ljúga því að mér að það yrði allt að 90% afsláttur!! Ég er svo gullible, auðvitað fluttu þeir draslið bara með sér.
Edda
Edda (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.