Lærdómur

Ég er búin að vera hrikalega dugleg að læra frá því skólinn byrjaði í haust (eða sumar eiginlega). Svo í síðustu viku fékk ég hálfgert ógeð og er ekkert búin að læra í nokkra daga - ekki staf!
Samviskubitið alltaf að reyna að banka uppá en letibykkjan hleypir því ekki að.
Ég hangi því bara og geri ekki neitt.
Og það er ekki eins og ég noti tímann í að þrífa, þvo eða einhver önnur verkefni sem bíða. Neibb, bara hangi á netinu, les í bók eða bara  stari útí loftið og geri ekki neitt.

Ætli þetta sé skammdegið að fara svona með mig?
Get samt ekki sagt að ég sé neitt leið, er fljúgandi kát og glöð. Er bara löt.

Kannski átti ég þetta bara inni?
Þegar ég segist hafa verið hrikalega dugleg þá meina ég hrikalega dugleg! Erum að tala um lærdóm í 8-10 tíma á dag. Svo kannski var þetta bara orðið ágætt í bili og heilinn hefur sett á pásu svo ég læri bara hreinlega ekki yfir mig Koss.

Já, held það bara.
Líst vel á þessa (afsökun) ástæðu.

þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband