Fornar syndir..

Mér þykir þetta eiginlega bara vera frekar skondið.
Kannski er maður bara orðinn svona samdauna spillingunni hérna á Íslandi en það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las þessa frétt var að það væri líklega vandfundinn Íslendingur sem hefur ALDREI brotið lögin.
Þá á ég við akkúrat svona brot eins og ráðherrarnir í Svíþjóð hafa gerst sekir um.

Rétt'upp hend sem hefur aldrei farið yfir á rauðu, aldrei sleppt því að borga afnotagjöldin í einhverja mánuði, aldrei svikist undan skatti (fengið greitt svart t.d.), aldrei keyrt yfir löglegum hámarkshraða o.s.frv.

Svo fór ég að spá hvað þetta er í raun hrikalegt ástand ef maður er farinn að líta lögin þessum augum. Lög eru lög, sama hversu ósanngjörn manni þykir þau (sbr. afnotagjöldin) og þeim ber að framfylgja.
Svo eru reyndar til lög sem eru reyndar alveg útí hróa eins og Galdrameistarinn kemur inná, spurning hvort það megi ekki fara að taka til í lögunum svo það verði auðveldara að fylgja þeim?

Þar til næst...

B


mbl.is Annar ráðherra segir af sér í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, akkúrat. Auðvitað hafa allir einhverntíma gert eitthvað af sér. Hnuplað úr búð þegar þau vori unglingar og svo framvegis. Það er hinsvegar alvarlegt ef fólkið sem við eigum að treysta er að keyra fullt, ljúga, stela og svindla. Það á ekki að líðast. Þessvegna finnst mér það til fyrirmyndar að ráherrarnir séu neyddir til að segja af sér. En auðvitað er ekki hægt að banna allt og það þarf pottþétt að taka til í öllum þessum lögum.

Hlynur Hallsson, 16.10.2006 kl. 11:21

2 Smámynd: Birgitta

Liggur við að íslenskir ráðherrar séu verðlaunaðir fyrir það hversu spilltir þeir eru.

B

Birgitta, 16.10.2006 kl. 16:49

3 Smámynd: Birna M

Ég held því alltaf fram að það sé ekki til það fyrirtæki hér sem ekki er smá korgur í kaffinu hjá. Það mætti alveg gera svona hér, svona til að almenningur fái þá á tilfinninguna að það sé eitthvað á þetta fólk stólandi.

Birna M, 16.10.2006 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband