Tölvutímar og spiladagar

Alveg get ég séð þetta gerast á mínu heimili þegar frumburðurinn eldist - og ég hlakka ekki til.
Vondandi virkar eitthvað að hafa snemma sett reglur um tölvunotkun, reyndar ákvarðaðar með hjálp afkvæmanna en þau fá bæði takmarkaðan tíma í tölvunni.
Og ekki á hverjum degi - ónei - það eru sko "spiladagar" á þessu heimili. Computer-Geek-2
Finn stundum hvað félagarnir verða pirraðir útí mig þegar frumburðurinn fær ekki að spila af því "hann á ekki spiladag í dag".
Þeim þykir þetta frekar hallærislegt enda flestir með bæði PC og Playstation inni í herbergi hjá sér og fá að spila þegar þeim sýnist.

Frumburðurinn lætur sér þetta vel líka og er bara nokkuð sáttur við þetta þó hann fari jú stundum í heimsókn til þessara vina og kíki þá stundum í tölvuleik með þeim. Það er líka bara allt í góðu lagi, ekki fer ég að setja reglur á önnur heimili en mín eigin - þó mig dauðlangi nú stundum til þess...

Ég veit reyndar að fleiri húsmæður hérna í sveitinni hafa tekið þetta upp eftir okkur og eru farnar að skammta tölvutíma á sín börn sem mér þykir hið besta mál.

Þar til næst...

B


mbl.is Lögreglan í Reykjavík aðstoðar við uppeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Af hveju ekki segi ég nú bara. Mér finnst sniðugt að skammta spilatíma.

Birna M, 18.10.2006 kl. 21:00

2 identicon

Vá, þvílíkt og annað eins! Að þurfa að fá lögguna heim til sín til að setja unglingnum stólinn fyrir dyrnar, sko eins gott að byrja strax að setja reglurnar á meðan maður er enn stærri og sterkari...

Marta (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband