19.10.2006 | 23:06
#%$ lús
Hvernig í ósköpunum stendur á því að Maðurinn (já, þessi með stóra emminu) er ekki búinn að útrýma einhverju jafn litlu, ómerkilegu og tíkarlegu og lús?
Ha?
Ég bara spyr!
Er frekar mikið pirruð núna. Held ég hafi fundið lúsabit í hnakkanum á minnsta afkvæminu.
Fórum í gegnum þetta í fyrra og mér þótti það bara ágætis skammtur - fyrir lífstíð! Er ekki í skapi til að gera þetta aftur - aldrei!
Nú finnst mé rað að einhverjir vísindakallar útí heimi taki höndum saman og finni lausn á þessu. Hvað ætli margar vinnustundir tapist árlega vegna lúsafaraldurs? Hefur einhver reiknað það saman?
Þegar konur (ekki reyna að ljúga að mér að einhver karlmaður taki þetta að sér!) þurfa að standa á haus í nokkra daga við að sótthreinsa heilt heimili, kemba öllum fjölskyldumeðlimum í 2 vikur og þvo liðinu með einhverjum óþverra billjón sinnum án þess að það hafi nokkur áhrif, setja það sem kemst ekki í þvottinn í frysti og svo ganga frá þessu öllu loksins þegar bévítans óværan er loksins dauð. Varla hægt að komast yfir þetta OG mæta í vinnuna!
Komst að því eftir langa mæðu í fyrra að það eina sem blívar á þessi bansettu kvikindi er ólífuolía.
jább, ólífuolía.
Makar bara nógu miklu af henni í hárið á sjúklingnum og vefur handklæði eða einhverju utan um hárið og lætur greyið sofa með þetta yfir nótt.
Ekki séns að nokkur skæruliðalús lifi þetta af, ná engu taki á neinu og drukkna í olíu - muhahaha!
Svo komst ég líka að því að maður þarf bara að klippa nitina úr, það er ef maður ætlar ekki að standa í þessu fram á sumar.
Þetta var það eina sem virkaði hjá okkur - sjampó og önnur rándýr efni í apótekinu gerðu akkúrat ekkert fyrir okkur.
Enda eru þær að verða ónæmar fyrir þessu öllu saman.
Segi það nú samt, ef þetta verður viðvarandi vandamál í vetur (ofstuðlun!) þá mun ég alvarlega íhuga heimakennslu fyrir börnin!
Þar til næst...
B
Ps. Sjáiði bara hvað hún er sæt
Athugasemdir
Lenti í þessu í hitteðfyrra og vona að ég lendi aldrei í þessu aftur. Fæ alltaf hálfgert kast þegar einhver segist klæja í hausnum heima. En hef sem betur fer ekki fundið neitt.
Birna M, 19.10.2006 kl. 23:28
þýðir þetta að maður komist á lúsaveiðar ég er svangur
Ólafur fannberg, 20.10.2006 kl. 08:15
Maður ætti bara að snoða þessi grey þar til lúsin gefst upp - nei, segi nú bara svona.
Ólafur - þú ert velkominn á lúsaveiðar! Allt til að losna við þetta :o).
B
Birgitta, 20.10.2006 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.