Í gæludýrabúðinni

Mér þykir þetta vera orðinn algjör farsi. Það er eins og fátæk lönd séu orðin að gæludýrabúð ríka fólksins...

Þessar ættleiðingar stjarnanna eru farnar að verða alveg eins og gæludýrakaup - "þessi er rosalega sætur, ég tek hann."

Las annars staðar að hún hefði ekki einu sinni fylgt barninu heim frá föðurlandinu heldur verið bissí í leikfiminni sinni á meðan barnfóstran kom barninu til hennar. Frá Malawi.

Ég er ekkert viss um að barnanna bíði betra líf. Jú, stjörnurnar eiga fullt fullt af peningum en er það nóg?
Þær eru líka hundeltar af ljósmyndurum, vinnutíminn er frekar óreglulegur og heimilið oft á tíðum hótel útum allan heim - er það hollt uppeldisumhverfi? 

Mér finnst bara að stjörnurnar eigi að fara gegnum nákvæmlega sama ferli og annað fólk sem reynir að ætleiða barn, þær eiga að þurfa að sanna það að þær geti veitt börnunum betra líf og að þær séu traustsins verðar.

Þar til næst...

B


mbl.is Madonna hissa á gagnrýni sem hún hefur orðið fyrir vegna ættleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Mér fannst það líka svakalegt þegar þau voru komin heim í það sem átti að vera rólegur aðlögunartími fyrir móður og barn, dreif hún hann á samkomu þar sem hún afhenti honum fyrir framan alla plötu eða bók eftir sig sjálfa. Áritaða! Ég bið til guðs að þessi geðsjúklingur sem þessi manneskja er tapi fyrir pabbanum.

Birna M, 26.10.2006 kl. 10:30

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Fyrst var Afrika nýlendur þá vigvöllur nú eins og þú segir gæludýrabúð Vonandi vinnur pabbinn

Ólafur fannberg, 26.10.2006 kl. 12:36

3 Smámynd: halkatla

ég er svo sammála þessu en veit ekki afhverju þarsem lítil rödd innra með mér segir sífellt "sama hvað miljarðamæringurinn og stórstjarnan er klikkuð þá er hún samt skárri en munaðarleysingjahæli í Afríku"  - röddin hefur ekki rétt fyrir sér. Madonna virkar alls ekki heil á geðsmunum og hefði aldrei fengið að ættleiða barn ef hún væri ekki fræg fyrir uppátæki sín. Þessi kona skipti nýlega um trú og nafn og trúir núna á heilagleika bókar sem hún getur ekki - og á ekki - að lesa!

Fyrst þegar ég heyrði af ættleiðingunni var hún að "ættleiða þorp" og ætlaði að eyða þúsundum punda til þess að heilu þorpin hefðu aðgang að vatni og betra lífi. Svo alltíeinu var hún bara búin að pikka út sætasta barnið á munaðarleysingjahælinu, barn sem átti föður sem var tilbúinn til þess að vera með því - einsog það séu ekki þúsundir sem hefðu frekar þurft á þessu að halda.  

halkatla, 30.10.2006 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband