5.4.2008 | 22:47
Önnur færsla
Þið getið alveg suðað um aðra færslu og ég get alveg látið hana eftir ykkur eeeeen
ef ég hef ekkert að segja þá hef ég ekkert að segja .
Get samt alveg sagt ykkur (bara ykkur tveimur sko) að ég fór í klippingu í dag. Svosem ekkert merkilegt nema hvað klippikona vildi bara alveg endiendiendilega slétta á mér hárið.
Hef oft prófað að slétta á mér hárið en þarf að setja svoddan hellings af drasli í það svo það verði ekki úfið eins og rollurass og það er bara ekki fallegt, verður klesst og ógeðslegt og stíft og ljótt.
Svo ég var ekkert voðalega hrifin af því að leyfa henni þetta en þar sem það er auðvelt að sækja krullurnar aftur með smá vatni þá ákvað ég að slá til.
Og viti menn! Hún bara rennislétti á mér hárið með hárbursta og blásara, engin efni, ekkert subb og ekkert vesen.
Og ég er ekki frá því að ég sé bara nokkuð ánægð með þetta .
Ætla ekkert að vera að plástra myndum hingað inn en þær eru í albúminu ef ykkur langar að kíkja.
Og Edda og Marta...
Þetta fær maður þegar maður er að ýta á eftir skáldagáfunni .
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Ótrúlega flott!
Edda (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 08:07
Jey...
Marta (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.